Leyndardómar Egyptalands
Upplifðu leyndardóma Forn-Egypta...
10 daga ferð til Hurghada, Kaíró og Lúxor
Dagana 27.desember – 5.janúar 2026 verður flogið í beinu flugi til Egyptalands þar sem sameinað verður afslöppun við strendur Rauðahafsins og töfrandi menningarævintýri í Luxor og Kaíró.
Ævintýraferð í gegnum sögu og stórbrotin undur Egyptalands beint frá Keflavík og Akureyri!
„Leyndardómar Egyptalands“ er spennandi ævintýri fyrir þá sem vilja sameina menningarupplifun og slökun. Við heimsækjum fornminjar í Luxor og fljúgum til Kaíró og skoðum píramídana í Gíza auk þess að við njótum sólarinnar í Hurghada.
Í þessu ævintýri sérðu helstu kennileiti gamla Egyptalands og berð augun á þúsundir fornminja í helstu söfnum Egypta. Það fer enginn ósnertur heim eftir svona framandi ævintýri.
Til að gera ferðina eins þægilega og mögulegt er, eru flug, allur akstur, aðgangur að stöðum og söfnum, og þjónusta leiðsögumanns innifalin. Þú ert í góðum höndum í Egyptalandi með okkur í Ferðalandi-Kompaníferðum. Við erum með góða og vandaða íslenska og egypska starfsmenn og leiðsögumenn á staðnum þér til halds og traust allan tímann.
Dagur 1: KEF - Hurghada
Áætluð brottför frá áfangastað um hádegi – Mæting á flugvöllinn amk. 2 klst fyrir og flogið beint til Hurghada. Gott að vera vel undirbúin fyrir 8klst flug.
Áætlaður lendingartími í Hurghada er um 22:40.
Við komu þína á flugvöllinn í Hurghada sækja gestir um vegabréfsáritun í flugstöðinni. Fulltrúar Ferðalands-Kompaníferða taka á móti þér á komusvæðinu og þaðan er þér svo fylgt yfir í rútu og skutlað á viðkomandi hótel sem flest eru ekki í nema 10-15 mín keyrslu frá flugvellinum. Gestir fá herbergin sín afhent við komu og hægt verður að fá sér morgunmat eða hádegismat.
🍴 Matur: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og snakk á milli mála. Allir drykkir, áfengir sem óáfengir.
✅ Innifalið:
- Beint flug til Hurghada
- Akstur með gesti á hótel
- „Early check in“ gestir fá herbergin strax við komu.
🛌 Gisting: Hótel í Hurghada með öllu inniföldu
➕ Mælum með:
- Mæta vel undirbúin í flugið
- Hlaða niður bíómyndum eða hafa bók til að lesa
- Mæta með auka nesti
Dagur 2 / Lúxor
Dagur 3 / Dalur konunganna
Dagur 4 / Flogið til Kaíró
Dagur 5 / Píramídarnir og GEM safnið
Dagur 6 / Hurghada
Dagur 7 / Hurghada
Dagur 8 / Hurghada
Dagur 9 / Hurghada
Dagur 10 / Heimferð
Við bjóðum einnig upp á...
Kynntu þér sérferðirnar okkar til Egyptalands, þar sem ógleymanlegar upplifanir bíða þín. Við höfum sett saman fjölbreytta dagskrá í tilbúna pakkaferð sem nær yfir hina töfrandi menningu og sögu landsins. Í þessum ferðum gefst þér einstakt tækifæri til að sigla niður hina sögufrægu Níl ánna, þar sem þú nýtur útsýnis yfir stórbrotið landslag og sögulegar minjar. Þú færð einnig að skoða hið magnaða undur píramídanna í Gýza, og heimsækja Dal konunganna í Luxor.









