Upplifanir sem gera ferðina ykkar
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Auk þess skipuleggjum við ýmsa afþreyingu sem leyfir þér að upplifa áfangastaðinn á einstakan hátt. Hópurinn velur eftir sínu áhugasviði, hvort sem það eru hjólaferðir, heimsókn á vínekru eða matarsmakk svo eitthvað sé nefnt.
Upplifun og afþreying erlendis er stór hluti af árshátíðinni og hér að neðan er listi yfir helstu flokkana sem eru í boði á flestum ef ekki öllum okkar áfangastöðum. Listinn er alls ekki tæmandi og er í raun allt í boði hjá okkur.
UPPLIFUN OG AFÞREYING ERLENDIS

Kastalar
Á mörgum okkar áfangastöðum eru stórir og mikilfenglegir kastalar líkt og Heidelberg kastalarústirnar, Edinborgarkastali, Royal Pavillion kastalinn í Brighton og Hvar Kastali svo eitthvað sé nefnt. Það er einstaklega skemmtilegt að fara og skoða kastalana og kynnast þannig fyrrum menningu áfangastaðarins.

Skoðunar ferðir
$980
Þegar nýr staður er heimsóttur er gott og gaman að fá leiðsögumann til að leiða hópinn um svæðið. Þannig lærir maður meira um sögu borgarinnar og oftar en ekki vita þeir um leyndar perlur sem gaman er að sjá. Skoðunarferðir eru í boði á öllum okkar áfangastöðum og eru þær alltaf vinsælar.