Við hjá Kompaní ferðum höfum áratuga reynslu af viðburðarskipulagi. Í fjölda mörg ár höfum við, Ferðaland ferðaskrifstofa, verið með fókus á hópaferðir, bæði á árshátíðarferðir erlendis fyrir fyrirtæki sem og útskriftarferðir fyrir háskóla og framhaldsskóla.
Fyrirtækinu er skipt í tvær deildir sem starfa undir nafninu Ferðaland ehf. Kompaní ferðir sér alfarið um árshátíðarferðir fyrirtækja erlendis en Indígó sér um aðrar ferðir, líkt og náms- og menntaferðir fyrir skóla og leikskóla og svo útskriftarferðir námsmanna.
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel eins og þessi hefðbundna ferðaskrifstofa. Við sjáum um allt skipulag og utanumhald á ferðinni sem og árshátíðinni sjálfri. Auk þess skipuleggjum við ýmsa afþreyingu sem leyfir þér að upplifa áfangastaðina á einstakan hátt. Hópurinn velur eftir sínu áhugasviði, hvort sem það eru golfferðir, heimsókn á vínekru, hjólaferðir, matarsmakk eða menningarrölt svo eitthvað sé nefnt.
Við hönnum ferðina eftir óskum þíns hóps og þannig getur ykkar ferð styrkt starfsanda fyrirtækisins enn frekar. Við sjáum um heildarskipulag sem gefur öllum starfsmönnum tækifæri á að njóta í ferðinni.
TEYMIÐ OKKAR

Sunna Jóhannsdóttir
Bókhald

Sara Jóhannesdóttir
Framkvæmdastjóri

Bergur Leó Björnsson
Markaðsstjóri

Friðrik Bjarnason
Eigandi

Andri Dagur
Verkefnastjóri

Salka Hermannsdóttir
Viðburða- & verkefnastjóri

Arnar Fylkisson
Verkefnastjóri - Sölumaður

Kolbrún Róbertsdóttir
Verkefnastjóri
SAGA FYRIRTÆKISINS
Eins og fram hefur komið hér að ofan þá erum við með margra ára reynslu í okkar fagi. Þetta byrjaði í raun árið 2000 sem þriggja manna fyrirtæki sem bar og ber enn nafnið Eskimos Iceland ferðaskrifstofa. Eskimos Iceland tekur á móti erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands og er sá hluti fyrirtækisins orðin að einu fremsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins í lúxus ferðamennsku hérlendis. Fyrirtækið stækkaði jafnt og þétt, deildunum og vöruúrvalinu fjölgaði hratt. Þar má nefna DMC, FIT og fjórhjólaferðir sem varð seinna meir annað fyrirtæki vegna stærðar sinnar og heitir nú í dag Safari. Einnig fór fyrirtækið að taka að sér að skipuleggja hópaferðir fyrir fyrirtæki ásamt því að bjóða uppá fræðsluferðir fyrir leik og grunnskólakennara, seinna meir bættust svo bæði útskriftarferðir fyrir mennta- og háskólahópa inní, ásamt hópefli, ratleikjum og árshátíðum bæði innan lands og erlendis.
Þegar hér er við sögu komið þá var Eskimos farin að sjá um ansi margt ólíkt og var því ráðist í það að taka utanlandsferðirnar og viðburðina hérlendis fyrir íslendinga inní annað fyrirtæki og varð þá að Eskimo Travel og Eskimo Events. Fyrirtækið hefur starfað við þessa uppsetningu síðastliðin ár með góðu gengi en árið 2019 var tekið ákvörðun um að gera breytingar. Til að byrja með var fyrirtækið Ferðaland stofnað og unir því nafni var Indígó stofnað til þess að sjá um útskriftarferðir fyrir mennta- og háskólana ásamt öðrum ferðum og í febrúar 2020 var Kompaní ferðir opnað. Kompaní ferðir sérhæfa sig í árshátíðarferðum fyrirtækja erlendis og leggur áherslu á afþreyingu á hverjum áfangastað fyrir sig ásamt því að halda árshátíð, bóka hótel, flug og allt sem því við kemur. Við sjáum um allt skipulag svo þeir sem sjá um utanumhald ferðarinnar fyrir sitt fyrirtæki geta notið sín í ferðinni. Þegar kemur svo að því að halda árshátíð eða annan viðburð innanlands þá sér Kompaní Events um allt skipulag.
Þessi skipting á fyrirtækinu er til þess að aðskilja áherslurnar og sérhæfinguna sem þau vilja standa fyrir. Skiptingin á fyrirtækinu var gerð til þess að nýta sérhæfingu hverrar deildar og starfsmanna fyrir sig og vera þannig enn sterkari í því sem við gerum.
Fyrirtækinu Kompaní ferðir er hægt að fletta uppí fyrirtækjaskrá sem Ferðaland ehf.