Egyptaland yfir Jólin 2025
Ævintýraferð um Jólin 2025...
Strandarsæla við Rauðahafið
Gerðu jólafríið ógleymanlegt í þessari einstöku ferð til Egyptalands! Dagana 17.- 27.desember 2025 verður flogið í beinu flugi frá Keflavík til Hurghada í Egyptalandi.
Hurghada – Njóttu jólafrísins í sólbaði við Rauðahafið
Hin töfrandi Rauðahafsströnd teygir anga sína u.þ.b. 1.200km meðfram Egyptalandi. Við miðjan skagann liggur sólríkur og ævintýralegur áfangastaður, Hurghada! Strandbær sem er þekktur fyrir sláandi náttúrufegurð, lifandi menningu og ótæmandi afþreyingar – fullkominn áfangastaður til þess að skapa sér einstakt og ógleymanlegt jólafrí með sínum nánustu.
Hurghada hefur með árunum orðið gríðarlega vinsæll áfangastaður á meðal evrópskra ferðamanna sem eltast við sólina, en veðráttan á svæðinu er hlý allan ársins hring. Jólatíminn er því er kjörinn til ferðalaga á svæðinu en þá er meðalhiti um 23-28 gráður. Í bænum er mikið úrval af glæsilegum hótelum í nálægð við tæran sjó og silkimjúkar strendur.
Hurghada er í raun paradís fyrir strandunnendur og draumur fyrir kafara en glitrandi vötn Rauðahafsins eru þekkt fyrir einstaklega líflegt sjávarlíf. Vinsælt er að snorkla við hlið litríkra kóralla og framandi fiska. Endalausir grænbláir litir hafsins eru svo boð um að leggjast niður á mjúkan sandinn og drekka í sig sólargeislana.
Í þessari ferð bjóðum við upp á flott úrval af glæsilegum Resort Hótelum í Hurghada sem eru í raun hvert og eitt eins og lítill heimur útaf fyrir sig, með eigin veitingarstöðum, útisvæðum og afþreyingu.
Greiðsludreifing
Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann.
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför (8.október).
Börn og ungabörn
12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (Undir tveggja ára): 20.000kr (Sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)



Gisting í Hurghada
Við bjóðum uppá breitt úrval vel valinna „allt innifalið“ hótela víðsvegar um Hurghada, í Makadi flóanum, Sahl Hasheesh og í nágrenni við Hurghada bæinn. Hvort sem þú ert að leita að fjölskylduvænu hóteli með ævintýragarði- og vatnsrennibrautum, eingöngu fyrir fullorðna eða Lúxus- hóteli þá getur þú fundið eitthvað sem hentar þér.
Afþreyingar og ferðir
Í Egyptalandi er svo ótal margt sem hægt er að gera, bæði afþreyingar og menningarferðir enda nóg af minjum frá Forn-Egyptum sem vert er að skoða og velta fyrir sér.