Við tökum öllum hópum fagnandi og bjóðum upp á spennandi ferðir fyrir hópa sem vilja ferðast saman. Við höfum sett saman alls kyns ferðir fyrir kórhópa, saumaklúbba og fjölskyldur, hvort sem það er framandi ferð til Marrakesh eða sól og strendur á Tenerife.
Til þess að teljast sem „hópabókun“ þarf hópurinn að vera að minnsta kosti 20 manns.
Við aðstoðum allar tegundir af hópum við að skipuleggja sína ferð á spennandi áfangastaði. Við höfum skipulagt kórferðir fyrir kórhópa, skemmtilegar ferðir fyrir stórfjölskyldur og alls kyns ferðir fyrir félög og aðra hópa.
Þið sendið okkur fyrirspurn með helstu óskum og er okkar markmið að mæta þeim óskum með frumlegri dagskrá og flottum áfangastað.
Kompaníferðir sérhæfa sig í viðburða- og hópaferðum erlendis og höfum við áratuga reynslu af því að skipuleggja slíkar ferðir.



Ótal áfangastaðir í boði
Við erum með yfir 30 áfangastaði í beinu flugi. Einnig erum við reglulega með sérferðir í beinu flugi sem hópar geta stokkið á og nýtt sér beint leiguflug á framandi staði. Kompaníferðir hjálpa þínum hóp að finna rétta áfangastaðinn fyrir þinn hóp hvort sem þið séuð að leita að sól, ævintýri, borgarferð eða jafnvel sitt lítið af hverju!
Afþreyingar á hverjum áfangastað
Spennandi afþreyingar í boði á hverjum áfangastað þar sem hópurinn fær að kynnast staðnum á nýjan og frumlegan máta. Zip line, matarsmakk eða sólseturssigling? Við finnum eitthvað fyrir alla!