Okkar starf er rétt að byrja þegar þið lendið...
Við sérhæfum okkur í því að skipuleggja árshátíðarferðir fyrir fyrirtæki erlendis. Við leggjum mikið uppúr því að bjóða upp á einstaka upplifun fyrir okkar hópa. Hvort sem það er í glæsilegum sal, á veitingahúsi eða á vínekru, þá aðstoðum við þig við að finna draumavettvanginn fyrir þína árshátíð. Við höfum margra ára reynslu í viðburðaskipulagi og kemur þar systurfyrirtækið okkar Kompaní Events inn með innanalands viðburði.
Við sjáum um allt skipulag alveg frá meðmælum með sal, umsjón og bókun veislustjóra og skemmtiatriða, ljósmyndara, myndakassa og hvað eina sem hópnum langar að hafa á sinni árshátíð.
Fer það eftir áfangastaðnum hvaða möguleikar eru í boði hverju sinni. Hérna að neðan er það helsta sem hóparnir eru að bóka.
NOKKRAR HUGMYNDIR

Hótel salur
Það er ávalt vinsælt kostur að halda árshátíðina á hótelinu. Felur það í sér mikil þægindi og eru flest stærri hótel með mikið úrval af sölum sem henta bæði stærri og minni hópum. Er mikill kostur að þurfa ekki að leita langt, hvort sem maður er á leiðinni á árshátíðina eða að leið heim eftir veisluna.

Öðruvísi árshátíð
Virkilega skemmtileg leið til að halda uppá árshátíðina er að láta lestar sækja gestina á hótelið og fara með þá á lestarstöð. Þá er notið fordrykkjar í lestunum á leiðinni á áfangastað og þegar þangað er komið er sitjandi borðhald inn á lestarstöðinni, einstök upplifun. Allskonar svona „öðruvísi“ kostir eru í boði á sumum af okkar áfangastöðum.