Í Fótspor Faraóana
Hurghada, Luxor, Edfu, Kom Ombo, Abu Simbel, Aswan og Kaíró
Spennandi og framandi ævintýri
Gerðu jólafríið ógleymanlegt í þessari einstöku ferð til Egyptalands! Dagana 27.desember – 5.janúar 2026 verður flogið í beinu flugi til Egyptalands þar sem sameinað verður afslöppun við strendur Rauðahafsins og töfrandi menningarævintýri.
Ævintýraferð í gegnum sögu og stórbrotin undur Egyptalands
Þessi einstaka ferð sameinar sól, menningu og sögu á einum og sama stað – og ætti svo sannarlega að vera á „bucket listanum“ hjá öllum ævintýraþyrstum.
Ferðin hefst í Hurghada við Rauðahafið, þar sem við tökum því rólega í sólinni áður en við höldum áfram inn í hjarta menningar Egypta. Næst liggur leiðin til Luxor, þar sem fornminjar eins og Karnak-hofið og Konungadalurinn gefa okkur innsýn í stórbrotna sögu Forn-Egypta.
Þaðan hefst töfrandi Nílarsigling þar sem við stoppum á áhugaverðum stöðum á leiðinni til Aswan og njótum leiðsagnar um ótrúleg hof og söguslóðir á meðan við siglum á einni frægustu á sem til er.
Frá Aswan fljúgum við til Kaíró, þar sem við heimsækjum pýramídana, Sfinxinn og Grand Egyptian Museum – með dýrgripum sem margir hafa aðeins séð í skólabókum eða heimildarmyndum.
Að lokum förum við aftur til Hurghada þar sem við njótum síðustu daganna í slökun áður en við snúum aftur heim – ríkari að bæði minningum og menningu.
Allt flug, akstur og leiðsögn er innifalin og þú þarft ekkert að hugsa um annað en að njóta – við sjáum um rest!
Þú ert í góðum höndum hjá Kompaníferðum / Ferðalandi!
Greiðsludreifing
Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann.
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.
Brottför frá Keflavík
Áætluð brottför frá áfangastað um hádegi – Mæting á flugvöllinn amk. 2 klst fyrir og flogið beint til Hurghada. Gott að vera vel undirbúin fyrir 8klst flug.
Áætlaður lendingartími í Hurghada er um 22:40.
Við komu þína á flugvöllinn í Hurghada sækja gestir um vegabréfsáritun í flugstöðinni. Fulltrúar Ferðalands-Kompaníferða taka á móti þér á komusvæðinu og þaðan er þér svo fylgt yfir í rútu og skutlað á viðkomandi hótel sem flest eru ekki í nema 10-15 mín keyrslu frá flugvellinum. Gestir fá herbergin sín afhent við komu og hægt verður að fá sér morgunmat eða hádegismat.
🍴 Matur: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og snakk á milli mála. Allir drykkir, áfengir sem óáfengir.
✅ Innifalið:
- Beint flug til Hurghada
- Akstur með gesti á hótel
🛌 Gisting: Hótel í Hurghada með öllu inniföldu
➕ Mælum með:
- Mæta vel undirbúin í flugið
- Hlaða niður bíómyndum eða hafa bók til að lesa
- Mæta með auka nesti
Dagur 2: Hurghada
Góður dagur til þess að hlaða batteríin fyrir komandi ævntýri. Hægt er að sækja í afþreyingu eins og að snorkla í Rauðahafinu eða fara í Eyðimerkur-Safarí. Annars er tilvalið að slaka bara á og hafa það notalegt á hótelinu.
🍴 Matur: Morgunmatur, hádegismatur kvöldmatur og snakk á milli mála. Allir drykkir, áfengir sem óáfengir.
✅ Innifalið: Íslenskir og Egypskir starfsmenn – leiðsögumenn
🛌 Gisting: Hótel í Hurghada með öllu inniföldu
➕ Mælum með:
- Fara snemma í háttinn, brottför er snemma næsta dag.
Dagur 3: Luxor
Brottför snemma morguns yfir eyðimörkina / fjöllin –(ca 3,5-4 klst akstur) yfir til Lúxor, einn áhugaverðasti áfangastaður í Egyptalandi. Hér eru miklar rústir Forn-Egypsku borgarinnar Þebu sem er ein elsta byggða borg í heimi. Við byrjum á að skoða hið fræga Karnak Musteri sem er það stærsta í heiminum, en bygging hófst á því fyrir um 4.000 árum.
Eftir Karnak, er farið um borð í skipið, gestir fá káeturnar og snæða hádegismat. Yfir heitasta tíma dagsins er hægt að slaka á í sundlauginni í skipinu en svo förum við og skoðum hið fræga Lúxor Musteri sem var reist fyrir um 3.400 árum. Síðar verður kvöldmatur um borð í skipinu og gestir geta farið á ljósasýninguna við Lúxor Musterið.
🍴 Matur: Morgunnesti, hádegismatur og kvöldmatur
✅ Innifalið:
- Akstur með gesti til Luxor
- Íslensk og Egypsk leiðsögn
- Aðgangur á alla staði á leiðinni
🛌 Gisting: Gist um borð í skipinu.
➕ Mælum með:
- Skoða gamla bæinn í Luxor
- Prófa góða veitingastaði í Luxor
Dagur 4: Luxor
Eftir morgunmat heimsækjum við Dal Konungana “Valley of the Kings“ en hér er að finna ótal grafhýsi Faraóana í neðanjarðar hvelfingum, sú frægasta er gröf Tutankhamen.
Næst skoðum við grafarhof drottningarinnar Hatshepsut (stundum kallaður Dalur Drottninganna) en hún var afar herská prinsessa og einn merkasti Faraóinn. Við heimsækjum Memnon risana; „Colossi Memnon“ sem eru rúmlega 20 metra háar styttur reistar til heiðurs Faraónum Amenhotep III.
Ef tími gefst heimsækjum við Medinet Habu og Ramessm hofin sem er í nágrenninu.
🍴 Matur: Morgunnesti, hádegismatur og kvöldmatur um borð í skipinu
✅ Innifalið:
- Akstur með gesti í Luxor
- Íslenskir og Egypskir leiðsögumenn
- Aðgangur í öll musterin á leðinni
🛌 Gisting: Gist í skipinu.
➕ Mælum með:
- Borða vel um morguninn
- Drekka nóg vatn
Dagur 5: EDFU & KOM OMBO
Eftir siglinguna frá Luxor erum við komin í bæinn Edfu. Hér er að finna 2.000 ára gamalt Horus hofið, byggt til heiðurs fálkaguðsins Horus, en hofið er afskaplega vel varðveitt.
Hádegimatur verður um borð í skipinu og svo siglum við sunnar og komum við í bænum Kom Ombo. Þar heimsækjum við samnefnt musteri, Kom Ombo reist til heiðurs Sober – Krókódíla Guðinum og Horus, fálkaguðsins.
Siglum svo til bæjarins Aswan – kvöldmatur um borð og gist í skipinu.
🍴 Matur: Morgunnesti, hádegismatur og kvöldmatur um borð í skipinu
✅ Innifalið:
- Akstur með gesti
- Íslenskir og Egypskir leiðsögumenn
- Aðgangur á alla staði í ferðinni
🛌 Gisting: Gist í skipinu.
➕ Mælum með:
- Borða vel um morguninn
- Drekka nóg vatn
Dagur 6: ASWAN
Aswan er merkilegur staður í gamla Egyptalandi. Eftir morgunmat förum við og skoðum hinn merka, ókláraða, Obelísk sem er ókláruð steinsúla sem var fundin fyrir um 100 árum. Obelísk er tileinkuð Hatshepsut drotningu sem var uppi fyrir um 3500 árum síðan. Við skoðum einnig Aswan stífluna og síðar siglum við út í Nílareyju og þar er af finna Philae musterið, stundum kallað Nílarperlan, sem var tileinkað gyðjunnar Isis. Musterið er einstök blanda af egypskri hefð og grísk-rómverskum áhrifum.
🍴 Matur: Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur
✅ Innifalið:
- Leiðsögn og aðgangur í hofin og aðra staði.
- Akstur
🛌 Gisting: Gist í skipinu.
➕ Mælum með:
- Borða vel í morgunmatnum
- Drekka nóg af vatni
Dagur 7: Kaíró
Eftir morgunmat fljúgum við til Kaíró. Frá flugvellinum förum við beint að skoða eitt af sjö undrum veraldar, Píramídana í Giza. Reistir fyrir um 5.000 árum og samanstanda af 3 píramídum; Khufu hinn mikli, Khafre og Menkaure. Hér er einnig hinn ævaforni Sphinx (Svingsinn) sem er útgrafin stytta af ljóni í hvíldarstöðu með mannshöfuð.
Við heimsækjum GEM (the Grand Egyptian museum) sem er stærsta fornleifasafn í heimi, með um 100.000 munum.
Síðan förum við uppá hótel og tékkum okkur inn í lok dags.
🍴 Matur: Morgunmatur og hádegismatur við Gíza
✅ Innifalið:
- Aðgangur í GEM og að Píramídana í Gíza
- Íslensk og Egypsk leiðsögn
🛌 Gisting: Gisting í Kaíró.
➕ Mælum með:
- Kvöldmatur í Kaíró – Margir frábærir veitingastaðir
- Hljóð og ljósasýning við píramídana um kvöldið
Dagur 8: Kaíró
Eftir morgumat heimsækjum við EMC safnið í Kaíro, (the Egyptan Museum Cairo) sem er elsta fornleifasafn í miðausturlöndum og jafnframt stærsta Faróa safn í heimi, með um 170.000 munum sem áhugavert er að sjá.
Hádagismatur í Kaíró og síðar heimsækjum við Serapeum í Saqqara sem eru grafhýsi heilagra Apis nauta sem voru sögð guðinn Ptah endurfæddur. Hér er að finna tuttugu og fjögur 40 tonna granít sarkófar (kistur) þar sem nautin voru geymd í. Ef tími leyfir heimsækjum við Amr Ibn Al Aas moskvuna og Bazaarinn í Kairó.
🍴 Matur: Morgunmatur og hádegismatur í Kaíró
✅ Innifalið:
- Aðgangur í EMC safnið og Serapeum
- Íslensk og Egypsk leiðsögn
🛌 Gisting: Gist á hóteli í Kaíró.
➕ Mælum með:
- Kvöldmatur í Kaíró – Margir frábærir veitingastaðir
- Hljóð og ljósasýning við píramídana um kvöldið
Dagur 9: Hurghada
Eftir morgunat fljúgum við yfir til Hurghada og förum inn á hótelið okkar. Nú er lag að slaka á eftir strangt ferðalag og njóta sólarinnar.
🍴 Matur: Allt innifalið – Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, drykkir á hótelinu.
✅ Innifalið:
- Flug frá Kaíró til Hurghada
- Hótel í Hurghada
- Íslensk og Egypsk leiðsögn
🛌 Gisting: Hótel í Hurghada með öllu inniföldu
➕ Mælum með:
- Slaka á fyrir heimflugið daginn eftir
Dagur 10: Heimför
Morgunmatur á hótelinu og Check-out fyrir klukkan 12. Gestir geta snætt hádegismat áður en farið er út á flugvöll og kl 13:00 fara gestir uppá flugvöll. Stefnt er á að fljúgja heim kl 15:00
Lending Keflavík um kl 22:00
🍴 Matur: Allt innifalið – Morgunmatur og hádegismatur.
✅ Innifalið:
- Flug til Keflavíkur
- Akstur á flugvöll
➕ Mælum með:
- Njóta flugsins heim
Við bjóðum einnig upp á...
Kynntu þér sérferðirnar okkar til Egyptalands, þar sem ógleymanlegar upplifanir bíða þín. Við höfum sett saman fjölbreytta dagskrá í tilbúna pakkaferð sem nær yfir hina töfrandi menningu og sögu landsins. Í þessum ferðum gefst þér einstakt tækifæri til að sigla niður hina sögufrægu Níl ánna, þar sem þú nýtur útsýnis yfir stórbrotið landslag og sögulegar minjar. Þú færð einnig að skoða hið magnaða undur píramídanna í Gýza, og heimsækja Dal konunganna í Luxor.












