Jól- og áramót í Egyptalandi
Ferðaland – Kompaníferðir bjóða upp á beint flug til Egyptalands og opna dyrnar að ógleymanlegu ævintýri!
Njóttu ljúfra daga á glæsilegum fimm stjörnu hótelum við strendurnar í Hurghada, þar sem sólin skín allt árið og tær sjórinn býður upp á óviðjafnanlega afslöppun. Við höfum sett saman tvo einstaka ævintýrapakka, sem ættu að henta öllum sem langar í spennandi ferðalag um ríkan menningarheim Forn-Egypta.
Nokkrar brottfarir í boði frá Akureyri og Keflavík...
Paradísardvöl við Rauðahafið
Upplifðu framandi ferðapakka í Egyptalandi...
Sérferðir í Egyptalandi
Hurghada við Rauðahafið
Hin töfrandi Rauðahafsströnd teygir anga sína u.þ.b. 1.200km meðfram Egyptalandi. Við miðjan skagann liggur sólríkur og ævintýralegur áfangastaður, Hurghada! Strandbær sem er þekktur fyrir sláandi náttúrufegurð, lifandi menningu og ótæmandi afþreyingar – fullkominn áfangastaður til þess að skapa sér einstakt og ógleymanlegt jólafrí með sínum nánustu.
Hurghada hefur með árunum orðið gríðarlega vinsæll áfangastaður á meðal evrópskra ferðamanna sem eltast við sólina, en veðráttan á svæðinu er hlý allan ársins hring. Jólatíminn er því er kjörinn til ferðalaga á svæðinu en þá er meðalhiti um 20-26 gráður. Í bænum er mikið úrval af glæsilegum hótelum í nálægð við tæran sjó og silkimjúkar strendur.
Í þessari ferð bjóðum við upp á flott úrval af glæsilegum Resort Hótelum í Hurghada sem eru í raun hvert og eitt eins og lítill heimur útaf fyrir sig, með eigin veitingarstöðum, útisvæðum og afþreyingu.
