Þegar nýr staður er heimsóttur er gott og gaman að fá leiðsögumann til að leiða hópinn um svæðið. Þannig lærir maður meira um sögu borgarinnar og oftar en ekki vita þeir um leyndar perlur sem gaman er að sjá. Skoðunarferðir eru í boði á öllum okkar áfangastöðum og eru þær alltaf vinsælar.
Það getur verið bæði áhugavert og fræðandi að skoða matarmenningu á nýjum áfangastað. Við bjóðum upp á matarsmakk á öllum okkar áfangastöðum og er það skemmtileg leið til að kynnast menningu borgarinnar á öðruvísi hátt.
Á nokkrum af okkar áfangastöðum er í boði að fara í loftbelg. Mögnuð upplifun og góð leið til að njóta útsýnisins og borgarinnar enn frekar í ró og kyrrð.