ÍAV í Brighton
Brighton er frábært áfangastaður til þess að halda árshátíð, og er hann þekktur sem uppáhalds strandarbær Breta. Þar búa um 230.000 manns og er hann í um klukkustundar keyrslu frá London. Við höfum farið með allar stærðir af hópum til Brighton sem hefur allt til þess að halda stórar og flottar árshátíðir.

Haustið 2019 héldum við 65 ára árshátíð ÍAV og SÍAV í glæsilegum sal á Hilton Metropole hótelinu. Um 300 manns mættu á árshátíðina og var salurinn glæsilega skreyttur og ekkert til sparað. Var fyrirmyndar þjónusta allt kvöldið og ljúffengur matseðill. Hljómsveitin Jet-setters lék fyrir dansi með frábærri swing tónlist þar sem Rockabilly var þema kvöldsins. Þegar tónlistin hófst tók það aðeins örfáar sekúndur að fylla dansgólfið af gestum og var dansað stanslaust til miðnættis. SÍAV sá um skemmtidagskrá kvöldsins og voru með myndefni, ræður og frábær skemmtiatriði.
Fórum við í þriggja nátta ferð og var nóg um að vera allan tímann. Í boði var allskyns afþreying á staðnum sem fólk gat skráð sig í, svosem hjólaferð, golf og pöbbarölt og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Yfir daginn voru allir duglegir að fara og skoða borgina því mikið að sjá og allt í göngufæri. Rétt við hótelið er Churchill Square verslunarmiðstöðin og frábærar verslunargötur þar sem hægt að finna allar helstu verslanir. Þeir sem ekki vildu hanga í verslununum hittust þá á pöbbunum sem eru fyrir utan verslunarmiðstöðina og var alltaf líf og fjör hjá hópnum á báðum þessum stöðum. Í Brighton er frábært úrval af góðum veitingahúsum og því einstaklega gaman að fara út að borða á kvöldin.


Ferðin var einstaklega vel heppnuð og þökkum við Starfsmannafélagi ÍAV fyrir frábært samstarf og skemmtilega samveru. Við hlökkum til að vinna aftur með þeim sem og að kynna fleiri hópum fyrir því sem Brighton hefur upp á að bjóða.