Pickalbatros White Beach Resort
Ævintýri fyrir alla fjölskylduna
Hótelið er staðsett alveg við sjóinn. Það eina sem aðskilur gestina frá hafinu er 13km löng hvít einkaströnd sem hótelið dregur nafnið sitt af. Herbergin eru öll með sér setusvæði, einkasvalir eða verönd, öryggishólf, minibar og sérbaðherbergi með sturtu. Hægt er að bóka rúmgóð fjölskylduherbergi.
Mikil áhersla er lögð á afþreyingar og skemmtanir fyrir hótelgesti, plötusnúðar eru t.d. með sýningu á hverju kvöldi. Gestir hafa allir aðgang að líkamsræktarstöðinni, tveimur útisundlaugum og íþróttavelli. Hægt er að skella sér í allskonar líkamsræktartíma, danstíma, mini-golf, tennis og fótbolta svo fátt eitt sé nefnt.
Einnig er þar heilsulind sem býður uppá mikið úrval nudd- og fegrunarmeðferða, gufubað og sauna.
Þá er líka hægt að bóka sér tungumálakennslu í arabísku og fræðslu um marokkóska menningu!
Myndir
Verð


















