fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Pickalbatros White Beach Resort

Ævintýri fyrir alla fjölskylduna

Pickalbatros White Beach Resort liggur beint við hafið á langri hvítsandsströnd sem gaf hótelinu nafnið sitt. Hér er allt gert til að dvölin verði þægileg: björt og rúmgóð herbergi með sérsetusvæði, einkasvölum eða verönd, öryggishólfi, minibar og sérbaðherbergi með sturtu. Í boði eru rúmgóð fjölskylduherbergi fyrir þá sem ætla að skella sér í alvöru fjölskyldufrí.

 

Áherslan er á líf og fjör yfir daginn og stemningu á kvöldin. Á svæðinu eru tvær stórar útisundlaugar og íþróttavöllur, og gestir geta skellt sér í fjölbreytta tíma, allt frá líkamsrækt og danstímum til minigolf, tenn­is og fótbolta. Þegar sólin sest tekur við skemmtidagskrá með DJ-kvöldum og tónlist sem heldur stemningunni gangandi.

Heilsulindin býður upp á afslappandi nudd- og fegrunarmeðferðir auk gufubaðs og saunu – fullkomið eftir sólardag við ströndina eða laugarbakkann.

White Beach er því frábær kostur fyrir þá sem vilja sambland af fallegri strönd, góðri aðstöðu og líflegri kvöldstemningu – í notalegu, nútímalegu umhverfi við Rauðahafið.

 

Hótelið hentar vel fyrir:

  • Fjölskyldur sem vilja strönd, stórar sundlaugar og rúmgóð fjölskylduherbergi.
  • Pör sem vilja lifandi stemningu, skemmtilega afþreyingu og DJ-kvöld á kvöldin.

Myndir

Helstu atriði

Fimm stjörnu resort hótel

Allt innifalið

Fjölskylduherbergi

➤ Morgun, hádegis- og kvöldmatur 

5 à la carte  veitingastaðir  

Allir drykkir innifaldir 

Barir og skemmtistaður

Áramótapartý 31.des

Jólaskemmtun 24.des

6 sundlaugar

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Einkaströnd 

Booking:  9,4 í einkunn 

Hurghada miðsvæðis 

Íslensk fararstjórn 

Herbergjaþjónusta  

24/7 þjónusta  

15 mín frá flugvelli

 

Verð frá 395.676kr.- á mann

M.v. 1 fullorðinn og  2 börn

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 10 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)