Pickalbatros White Beach Resort
Ævintýri fyrir alla fjölskylduna
Pickalbatros White Beach Resort liggur beint við hafið á langri hvítsandsströnd sem gaf hótelinu nafnið sitt. Hér er allt gert til að dvölin verði þægileg: björt og rúmgóð herbergi með sérsetusvæði, einkasvölum eða verönd, öryggishólfi, minibar og sérbaðherbergi með sturtu. Í boði eru rúmgóð fjölskylduherbergi fyrir þá sem ætla að skella sér í alvöru fjölskyldufrí.
Áherslan er á líf og fjör yfir daginn og stemningu á kvöldin. Á svæðinu eru tvær stórar útisundlaugar og íþróttavöllur, og gestir geta skellt sér í fjölbreytta tíma, allt frá líkamsrækt og danstímum til minigolf, tennis og fótbolta. Þegar sólin sest tekur við skemmtidagskrá með DJ-kvöldum og tónlist sem heldur stemningunni gangandi.
Heilsulindin býður upp á afslappandi nudd- og fegrunarmeðferðir auk gufubaðs og saunu – fullkomið eftir sólardag við ströndina eða laugarbakkann.


















