fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Varsjá í Póllandi - Árshátíðin erlendis

Varsjá

Pólland

Margt að sjá í Varsjá...

Varsjá í Póllandi kemur öllum skemmtilega á óvart. Gamli bær Varsjár er einstaklega fallegur, með mörgum sögulegum miðalda byggingum..

Í hjarta hans er torgið Rynek Starego Miasta, sem er umlukið af litlum göngugötum og góðum veitingahúsum. Oft má svo finna markaði á torginu, sem eru haldnir þétt yfir árið og er það umlukið veitingahúsum og börum svo hægt er að fá sér sæti og njóta mannlífsins.

Varsjá á einstaka sögu, þar sem mikil eyðilegging átti sér stað í seinni heimstyrjöldinni. Eftir lok hennar hófst mikil uppbygging og er hún nú skemmtileg blanda af fallegum eldri byggingum og nútímalegum háhýsum

Næturlífið í Varsjá er skemmtilegt og fjörugt. Margir næturklúbbar eru í bænum og opið er lengi frameftir. Eins eru margir flottir og fágaðir kokteil- og vínbarir fyrir þá sem kjósa að setjast niður í góðra vina hópi, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Pólland er land sem kemur skemmtilega á óvart og árshátíðin í Varsjá verður eftirminnileg.

FLUGTÍMI

Beint flugið milli Íslands og Varsjá er um 4 klukkustundir

VERÐLAG

Almennt er mjög ódýrt að borða og versla.

VEÐUR

Á vorin og haustin er hiti á bilinu 5-18 gráður

RÚTUR

Um 30 mín keyrsla er frá flugvelli

AFÞREYING Í VARSJÁ

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð. Árshátíðin í Varsjá verður ógleymanleg.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Varsjá á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í matarsmakk, vodkasmakk og skoðunarferðir um borgina svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið í gönguferðir, Auschwitz og Polin safn.

Þessi listi er ekki tæmandi og það er margt fleira í boði. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig og hans áhuga svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
Pólland
Tungumál
Enska og pólska
Gjaldmiðill
Pólskt slot og sum staðar evra
"Kompaní ferðir sá um að skipuleggja með okkur frábæra ferð til Sitges og Barcelona í september 2021. Undirbúningur, skipulag og samskipti til fyrirmyndar. Viljum við sérstaklega taka fram að farastjórinn okkar Stefanía stóð sig með eindæmum vel og hefðum við ekki vilja vera án hennar. Það skipti sköpum í ferðinni að hafa farastjóra með okkur til halds og trausts og er þetta þjónusta sem við viljum ekki vera án í framtíðar ferðum"

Starfsmenn Jakobs Valgeirs,

SITGES, SPÁNN 2021