Varsjá í Póllandi kemur öllum skemmtilega á óvart. Gamli bær Varsjár er einstaklega fallegur, með mörgum sögulegum miðalda byggingum..
Í hjarta hans er torgið Rynek Starego Miasta, sem er umlukið af litlum göngugötum og góðum veitingahúsum. Oft má svo finna markaði á torginu, sem eru haldnir þétt yfir árið og er það umlukið veitingahúsum og börum svo hægt er að fá sér sæti og njóta mannlífsins.
Varsjá á einstaka sögu, þar sem mikil eyðilegging átti sér stað í seinni heimstyrjöldinni. Eftir lok hennar hófst mikil uppbygging og er hún nú skemmtileg blanda af fallegum eldri byggingum og nútímalegum háhýsum
Næturlífið í Varsjá er skemmtilegt og fjörugt. Margir næturklúbbar eru í bænum og opið er lengi frameftir. Eins eru margir flottir og fágaðir kokteil- og vínbarir fyrir þá sem kjósa að setjast niður í góðra vina hópi, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Pólland er land sem kemur skemmtilega á óvart og árshátíðin í Varsjá verður eftirminnileg.



AFÞREYING Í VARSJÁ
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð. Árshátíðin í Varsjá verður ógleymanleg.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Varsjá á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í matarsmakk, vodkasmakk og skoðunarferðir um borgina svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið í gönguferðir, Auschwitz og Polin safn.
Þessi listi er ekki tæmandi og það er margt fleira í boði. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig og hans áhuga svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.