Tropitel Sahl Hasheesh
Fjölskylduvænt fimm stjörnu hótel
Nútímalegt hótel með töfrandi sjávarútsýni þar sem andrúmsloftið er létt, skemmtilegt og líflegt. Á svæðinu eru þrjár upphitaðar útisundlaugar og barnasundlaug með litríkum vatnsrennibrautum sem kæta krakkana.
Herbergin eru einstaklega björt, rúmgóð og nútímaleg í hönnun. Hótelið býður einnig uppá fjögurra og fimm manna herbergi sem henta fjölskyldufríinu afar vel. Öll herbergi eru loftkæld og með einkasvalir eða verönd, setusvæði með sjónvarpi og einkabaðherbergi með sturtu eða baðherbergi.
Sælkerar verða ekki fyrir vonbrigðum þar sem á hótelsvæðinu eru fimm flottir veitingarstaðir sem bjóða til að mynda upp á ítalskan, mexíkanskan og indverskan mat.
Gestir geta notið ókeypis aðgangs að vatnagarði sem og slökunar og líkamsmeðferðar í heilsulindinni og líkamsræktarstöðinni sem felur í sér gufubað, nudd, eimbað og heitan pott. Mikið úrval af afþreyingaraðstöðu í boði eins og köfun, siglingar, hjólreiðar, tennis, blak, billjard og borðtennis. Hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi!
Myndir
Verð



















