Sunrise Royal Makadi Resort
Frábær dvalarstaður með heimsklassa þjónustu
Hótelið er staðsett á Makadi-flóanum og hefur dvalarstaðurinn austurlenskan blæ og einstakan arkitektúr. Svæðið er gróskumikið og með stórbrotnum sundlaugarsvæðum með vatnagarðsaðstöðu.
Þetta fimm stjörnu hótel er með beinan aðgang að ströndinni, tvö útisundlaugarsvæði og heilsulind með fjölbreyttu úrvali af nudd- og snyrtimeðferða.
Sex veitingastaðir eru á hótelinu þar sem framreitt er meðal annars ítalska, mexíkóska, gríska, asíska og Miðjarðarhafsmatargerð. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn auk þess að sjö þemabarir eru vítt og dreift um hótelsvæðið.
Öll herbergin eru með minibar, verönd eða svölum og eru sum staðsett á ströndinni með setusvæði utandyra með útsýni yfir Rauðahafið.
Auk fjölda afþreyinga sem eru í boði þá er svæðið sérstaklega frægt fyrir frábær snorkl- og köfunarsvæði!
Myndir
Verð

















