fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Royal Makadi Resort

Allt innifalið við tærblátt hafið

Glæsilegt 5 stjörnu hótel á einni vinsælustu strönd svæðisins. Hótelið ber austurlenskan blæ í arkitektúr og innréttingum, umlukið gróskumiklum görðum og stórum sundlaugarsvæðum með vatnagarðsaðstöðu. Hér ertu með beinan aðgang að fallegri strönd, þar sem sjórinn er tær og frábær fyrir sjósport.

Herbergin eru rúmgóð og björt, með svölum eða verönd og útsýni yfir garða, sundlaugar eða Rauðahafið. Öll herbergi eru með minibar, loftkælingu, öryggishólf, Wi-Fi og sérbaðherbergi með sturtu eða baðkari. Sum herbergi liggja beint við ströndina og bjóða upp á setusvæði utandyra með sjávarútsýni.

Matur og drykkur er í aðalhlutverki: á hótelinu eru sex veitingastaðir sem bjóða m.a. upp á ítalska, mexíkóska, gríska, asískan og miðjarðarhafsrétti, auk herbergisþjónustu allan sólarhringinn. Um svæðið eru sjö þemabarir – allt frá notalegum setustofubörum til líflegra sundlaugar- og strandbara.

Heilsulindin býður upp á nudd- og snyrtimeðferðir, saunu og önnur vellíðunarþjónusta; tilvalið eftir sólardag við laug eða sjó. Á daginn er fjölbreytt afþreying í boði og á kvöldin tekur við skemmtidagskrá með sýningum og tónlist.

Ekki síst er Makadi-flóinn þekktur fyrir frábær snorkl- og köfunarsvæði – tilvalið fyrir þá sem vilja kanna litríka kóralrifin beint frá ströndinni eða á skipulögðum ferðum.


Hvað gerir hótelið sérstakt:

  • Frábært snorkl beint af ströndinni. Margir nefna fallegt kóralrif “við hótelið” með miklu lífríki – fullkomið fyrir byrjendur og vana snorklara.
  • Stórt svæði með mörgum ólíkum svæðum þar sem bæði er hægt að nálgast skemmtun og afþreyingu og ró og næði.

Hótelið hentar vel fyrir:

  • Fjölskyldur með börn og unglinga.
  • Pör sem vilja blanda saman rólegu strandlífi, spa og góðum á la carte veitingastöðum.
  • Snorkl- og köfunaráhugafólk – Makadi-flóinn er þekktur fyrir falleg kóralrif beint frá strönd.
  • Ferðalanga sem vilja „allt á einum stað“ – stórt resort, lifandi kvölddagskrá og mikið úrval bara/veitingastaða.

Myndir

Helstu atriði

Fimm stjörnu resort hótel 

Frábært fyrir alla fjölskylduna  

Allt innifalið, morgun, hádegi og kvöldmatur 

9 à la carte veitingastaðir 

Allir drykkir innifaldir  

6 barir á hótelinu 

Kvöldskemmtanir 

➤ Jóla – og áramótapartý

9 sundlaugar

Internet – Wifi 

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Vatnsrennibrautagarður 

Barnasundlaug 

Barnaklúbbur 

Einkaströnd 

Booking:  9,1 í einkunn 

15 mínútur frá flugvelli 

Íslensk fararstjórn 

24/7 þjónusta  

 

Verð frá: 374.922kr.- á mann

M.v. 2 fullorðna og 2 börn

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 10 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)