Pickalbatros Blu Spa Resort
Afslöppun og þægindi í fyrirrúmi
Hótelið er nýjasta viðbót Pickalbatros keðjunnar og er einungis fyrir fullorðna gesti yfir 16 ára aldri í leit að afslöppun í óskertum frið, ró og næði. Herbergin eru rúmgóð og stílhrein og innihalda öll loftkælingu, flatskjá og einkabaðherbergi.
Griðarstaður við ströndina þar sem þægindi gesta er í fyrirrúmi. Þeir geta haldið sér virkum með strandíþróttum, líkamsræktartímum og vel búninni líkamsræktarstöð. Hér geta gestir líka endurhlaðið batteríin með dekurmeðferðum í heilsulindinni, notið ljúffengrar matargerðar og kokteila á fjölbreyttum veitingastöðum með töfrandi útsýni.
Á svæðinu eru upphitaðar inni- útisundlaugar, heilsulind, einkaströnd auk líkamsræktarstöðvar. Á kvöldin eru skipulagðar ýmsar sýningar, skemmtanir og þemapartý. Hið líflega næturlíf fullkomnar góðan dag á ströndinni.
Myndir
Verð











