París þarf vart að kynna enda vel þekkt fyrir fallegar byggingar, dásamlega osta, góð vín, þröngar sjarmerandi götur og glæsileg kennileiti. Árshátíðin í París er alveg í eðal flokki.
Það er því sérstaklega skemmtileg áskorun að fara með hópa til Parísar og láta þá upplifa borgina á annan hátt en fólk gerir almennt í sínum helgarferðum þar sem að rómantíkin ræður ríkjum. En það ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sig í þessari skemmtilegu borg sem að skiptist í hin ýmsu hverfi. Í Latínuhverfinu færðu Parísarstemningu beint í æð, listunnendur geta notið sín í Montmartre hverfinu og þeir sem að hafa áhuga á tísku geta heimsótt helstu tískuhús Frakklands á Saint-Germain-des-Prés svo eitthvað sé nefnt.
Í París er mikið af þekktum kennileitum svo fólk þarf að skipuleggja tímann sinn vel ef það á að skoða þessi helstu en Eiffel turninn, Louvre safnið, Sigurboginn og Notre Dame dómkirkjan er þar oft efst á lista. Það getur verið virkilega skemmtileg upplifun að sjá þessi merku kennileiti með eigin augum en ekki í bíómyndum eða þáttum. En við mælum samt einnig með því að fara á aðra staði þar sem ekki er jafn mikið um túrista.
ÁRSHÁTÍÐIN OG HÓTELIÐ
Hér er hægt að finna alveg æðislega staði til þess að halda árshátíðina á eins og til dæmis gullfalleg Pavillons í geggjuðum görðum og svo auðvitað ýmsa sali og hallir í byggingum allstaðar um borgina. Einnig væri hægt að fara útfyrir París og halda árshátíð á vínekru, búgarði eða í kastala en það er eitthvað sem við ræðum saman um þegar París hefur orðið fyrir valinu.
Það skiptir okkur miklu máli að finna hótel sem er frekar miðsvæðis og nálægt þessum helstu stöðum sem fólk vill skoða og þannig minka ferðalög á milli hverfa fyrir þá sem vilja halda sig við klassíkina. Árshátíðin í París klikkar ekki.



AFÞREYING Í PARÍS
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa París á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í vínsmakk, siglingar og að skoða Eiffel turninn svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið í matarsmakk, bjórrölt og hjólaferðir sem og það er mikið úrval frábærra safna.
Þessi listi er ekki tæmandi og það er margt fleira í boði. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig og hans áhuga svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.