fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Pickalbatros Aqua Park Resort

Rennibrautir og fjölskyldufjör!

Pickalbatros Aqua Park Resort er skemmtilegt og fjölskylduvænt fjögurra stjörnu hótel, aðeins um 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Gestir fá ókeypis aðgang að stórum Aqua Park með fjölbreyttum vatnsrennibrautum, sundlaugum og sérstökum barnagarði í Aqua Blu Resort sem er í næsta nágrenni.

Herbergin eru rúmgóð, með nútímalegum innréttingum og svölum með útsýni yfir garð eða sundlaug. Þau eru búin flatskjásjónvarpi, minibar, öryggishólfi og loftkælingu.

Á hótelinu eru margar sundlaugar sem sumar hverjar eru upphitaðar, heitur pottur og glæsilegt heilsulindarsvæði með nuddpottum, saunu, tyrknesku baði og fjölbreyttum meðferðum. Þar er einnig vel búin líkamsræktarstöð fyrir þá sem vilja viðhalda rútínunni í fríinu.

Veitingastaðirnir bjóða upp á fjölbreytta rétti – allt frá alþjóðlegum hlaðborðum til ítalskrar og asískrar matargerðar. Á svæðinu eru einnig nokkrir barir: móttökubar, Sport Café og tveir útibarir sem bjóða upp á svalandi drykki og kokteila við sundlaugarnar.

Þar að auki býður hótelið upp á kvöldskemmtanir, leikherbergi, tennis, strandblak og fjölbreytta afþreyingu sem höfðar jafnt til barna og fullorðinna.

Það sem gerir þetta hótel sérstaklega gott:

  • Ókeypis aðgangur að stórum Aqua Park með fjölbreyttum vatnsrennibrautum og barnasvæði í Aqua Blu Resort.
  • Fjölbreytt sundlaugasvæði með upphituðum laugum, heitum potti og barnalaugum.

  • Sérlega fjölskylduvænt hótel með afþreyingu fyrir börn og unglinga.

 

Hótelið hentar vel fyrir:

  • Gesti sem meta vatnagarða, sundlaugar og fjölbreytt skemmtidagskrá á kvöldin.
  • Pör sem vilja slaka á í sólinni en hafa einnig afþreyingu og góða þjónustu innan seilingar.

  • Fjölskyldur með börn og unglinga sem vilja örugga, skemmtilega og fjölbreytta dvöl.

Myndir

Verð

Helstu atriði

Fjögurra stjörnu resort hótel 

Frábært fyrir alla fjölskylduna  

Allt innifalið, morgun, hádegi og kvöldmatur 

A la carte  veitingastaðir 

Allir drykkir innifaldir  

Barir á hótelinu 

Kvöldskemmtanir 

8 sundlaugar

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Vatnsrennibrautagarður 

Barnasundlaug 

Barnaklúbbur 

Einkaströnd 

Booking:  9,3 í einkunn 

10 mínútur frá flugvelli 

Íslensk fararstjórn 

24/7 þjónusta

Verð frá: 380.737kr.- á mann

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 10 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)