Pickalbatros Aqua Park Resort
Rennibrautir og fjölskyldufjör!
Pickalbatros Aqua Park Resort er skemmtilegt og fjölskylduvænt fjögurra stjörnu hótel, aðeins um 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Gestir fá ókeypis aðgang að stórum Aqua Park með fjölbreyttum vatnsrennibrautum, sundlaugum og sérstökum barnagarði í Aqua Blu Resort sem er í næsta nágrenni.
Herbergin eru rúmgóð, með nútímalegum innréttingum og svölum með útsýni yfir garð eða sundlaug. Þau eru búin flatskjásjónvarpi, minibar, öryggishólfi og loftkælingu.
Á hótelinu eru margar sundlaugar sem sumar hverjar eru upphitaðar, heitur pottur og glæsilegt heilsulindarsvæði með nuddpottum, saunu, tyrknesku baði og fjölbreyttum meðferðum. Þar er einnig vel búin líkamsræktarstöð fyrir þá sem vilja viðhalda rútínunni í fríinu.
Veitingastaðirnir bjóða upp á fjölbreytta rétti – allt frá alþjóðlegum hlaðborðum til ítalskrar og asískrar matargerðar. Á svæðinu eru einnig nokkrir barir: móttökubar, Sport Café og tveir útibarir sem bjóða upp á svalandi drykki og kokteila við sundlaugarnar.
Þar að auki býður hótelið upp á kvöldskemmtanir, leikherbergi, tennis, strandblak og fjölbreytta afþreyingu sem höfðar jafnt til barna og fullorðinna.
Það sem gerir þetta hótel sérstaklega gott:
- Ókeypis aðgangur að stórum Aqua Park með fjölbreyttum vatnsrennibrautum og barnasvæði í Aqua Blu Resort.
-
Fjölbreytt sundlaugasvæði með upphituðum laugum, heitum potti og barnalaugum.
- Sérlega fjölskylduvænt hótel með afþreyingu fyrir börn og unglinga.
Hótelið hentar vel fyrir:
- Gesti sem meta vatnagarða, sundlaugar og fjölbreytt skemmtidagskrá á kvöldin.
-
Pör sem vilja slaka á í sólinni en hafa einnig afþreyingu og góða þjónustu innan seilingar.
-
Fjölskyldur með börn og unglinga sem vilja örugga, skemmtilega og fjölbreytta dvöl.
Myndir
Verð














