Er árshátíðin í Munchen næst kannski? Þessi skemmtilega höfuðborg Bavaríu héraðsins og heimili Októberfest hátíðarinnar verða allir að heimsækja að minnsta kosti einu sinni.
Í borginni er mikið líf og fjör og er þar haldin fjöldinn allur af hátíðum allt árið um kring. Matarmenningin er mikil og skemmtileg í Munchen og ekki má gleyma bjórmenningunni! Er hún algjörlega einstök, því líkt og fyrr segir þá er borgin heimili stærstu bjórhátíðar í heimi.
Í borginni er að finna yfir 60 bjórgarða, 6 stór brugghús og í English Gardern sem er staðsettur í miðju Munchen eru bjórtjöld og veitingastaðir sem er virkilega gaman að skoða. Eins og flestir bílaáhugamenn vita hefur Þýskaland margra stærstu bílaframleiðanda í heimi. Í Munchen eru höfðstöðvar BMW og er safnið þeirra þekkt fyrir einstaklega áhugaverðan arkitektúr.
Það er ýmisslegt annað sem er áhugavert við Munchen en í gegnum hana miðja rennur á þar sem að vinsælt er að fara á brimbretti. Þar er hægt að fara á brimbretti í öldum sem eru um 1 meter háar. Þetta er skemmtilegt að sjá og sniðug lausn þar sem að borgin er staðsett í miðri Evrópu.



AFÞREYING Í MUNCHEN
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina og árshátíðina í Munchen sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Munchen á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í bjórsmakk, hjólaferðir og kíkja á BMW safnið svo eitthvað sé nefnt.
Þessi listi er ekki tæmandi og það er margt fleira í boði. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig og hans áhuga svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.