fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Meraki Resort - Adults Only

Orkuríkt næturlíf og lífleg stemning

Meraki Resort stendur við gullna sandströnd í hjarta Hurghada, glæsilegt „adults only“ hótel sem sameinar nútímalega hönnun, líflega stemningu og hágæðaþjónustu. Hér mætast orkuríkt næturlíf, slökun í sólinni og einstakt umhverfi Rauðahafsins.

 

Herbergin og svíturnar eru rúmgóðar, smekklega innréttaðar og búnar öllum nútímaþægindum. Mörg þeirra eru með svölum eða verönd og bjóða upp á útsýni yfir hafið, gróskumikla garða eða sundlaugarsvæðið.

Matreiðslan á Meraki er sannkölluð ferð um heiminn. Hótelið státar af fjölbreyttu úrvali veitingastaða – alþjóðleg hlaðborð, ítalskir réttir, asísk matargerð, oriental bragðheimur og ferskt sjávarfang beint af ströndinni. Grillstaðir og strandveitingar skapa afslappaða, sólríka stemningu á daginn, en á kvöldin opna rómantískari og hátíðlegir staðir dyr sínar.

Barirnir eru margir og með ólíku yfirbragði – frá afslöppuðum strandbörum með kaldan drykk í sólinni, yfir í sundlaugarbara með kokteila og smoothies, til líflegra kvöldbara með DJ, tónlist og dansi fram á nótt.

Aðstaðan er hönnuð fyrir bæði hvíld og skemmtun: stórt sundlaugarsvæði, einkaströnd, vel búinn líkamsræktarsalur, heilsulind með nuddmeðferðum og úrval vatnaíþrótta, þar á meðal köfun, snorkl og seglingar. Kvöldin á Meraki eru þekkt fyrir lifandi tónlist, þemakvöld og sérstaka viðburði sem skapa eftirminnilega stemningu.

 

Það sem gerir þetta hótel sérstakt:

  • Þetta er líflegt hótel með einn vinsælasta næturklúbb Hurghada svæðinu – fullkomið fyrir þá sem vilja skemmtanalíf innan seilingar.
  • Hótelið fylgir „Boho-Clubbing“ þema – afslappað yfir daginn en breytist í klúbbastemningu á kvöldin. Það er staðsett við fallega strönd og innréttað í jarðbundnum, stílhreinum anda.

Meraki Resort Hurghada höfðar sérstaklega til:

  • Para sem vilja sameina rómantík, lúxus og líflega afþreyingu í afslöppuðu umhverfi.
  • Vinahópa sem leita að fullkominni blöndu af sólbaði, tónlist og kvöldlífi.
  • Ferðalanga 18+ sem kunna að meta nútímalega hönnun, fjölbreytta matargerð og hágæða þjónustu.
  • Þá sem sækjast eftir „lifestyle resort“ upplifun þar sem skemmtun, tónlist og strandlíf fléttast saman.

 

Hlekkur á heimasíðu hótelsins: SMELLTU HÉR

Myndir

Helstu atriði

Fjögurra stjörnu

➤ Aðeins fyrir fullorðna (18+)

Allt innifalið

➤ Morgun, hádegis- og kvöldmatur 

➤ Allir drykkir innifaldir

6 veitingastaðir  

Allir drykkir innifaldir 

6 barir

➤ Jólaskemmtun

➤ Áramótapartý 31.des

➤ DJ / Klúbbur / Lifandi tónlist

7 sundlaugar

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Einkaströnd 

Booking: 9,4 í einkunn 

30 mínútur frá flugvelli 

Herbergisþjónusta  

24/7 þjónusta

 

Verð frá: 369.996kr.- á mann

M.v. 2 fullorðna

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 9 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)