Meraki Resort - Adults Only
Orkuríkt næturlíf og lífleg stemning
Meraki Resort stendur við gullna sandströnd í hjarta Hurghada, glæsilegt „adults only“ hótel sem sameinar nútímalega hönnun, líflega stemningu og hágæðaþjónustu. Hér mætast orkuríkt næturlíf, slökun í sólinni og einstakt umhverfi Rauðahafsins.
Herbergin og svíturnar eru rúmgóðar, smekklega innréttaðar og búnar öllum nútímaþægindum. Mörg þeirra eru með svölum eða verönd og bjóða upp á útsýni yfir hafið, gróskumikla garða eða sundlaugarsvæðið.
Matreiðslan á Meraki er sannkölluð ferð um heiminn. Hótelið státar af fjölbreyttu úrvali veitingastaða – alþjóðleg hlaðborð, ítalskir réttir, asísk matargerð, oriental bragðheimur og ferskt sjávarfang beint af ströndinni. Grillstaðir og strandveitingar skapa afslappaða, sólríka stemningu á daginn, en á kvöldin opna rómantískari og hátíðlegir staðir dyr sínar.
Barirnir eru margir og með ólíku yfirbragði – frá afslöppuðum strandbörum með kaldan drykk í sólinni, yfir í sundlaugarbara með kokteila og smoothies, til líflegra kvöldbara með DJ, tónlist og dansi fram á nótt.
Aðstaðan er hönnuð fyrir bæði hvíld og skemmtun: stórt sundlaugarsvæði, einkaströnd, vel búinn líkamsræktarsalur, heilsulind með nuddmeðferðum og úrval vatnaíþrótta, þar á meðal köfun, snorkl og seglingar. Kvöldin á Meraki eru þekkt fyrir lifandi tónlist, þemakvöld og sérstaka viðburði sem skapa eftirminnilega stemningu.
Það sem gerir þetta hótel sérstakt:
- Þetta er líflegt hótel með einn vinsælasta næturklúbb Hurghada svæðinu – fullkomið fyrir þá sem vilja skemmtanalíf innan seilingar.
- Hótelið fylgir „Boho-Clubbing“ þema – afslappað yfir daginn en breytist í klúbbastemningu á kvöldin. Það er staðsett við fallega strönd og innréttað í jarðbundnum, stílhreinum anda.
Meraki Resort Hurghada höfðar sérstaklega til:
- Para sem vilja sameina rómantík, lúxus og líflega afþreyingu í afslöppuðu umhverfi.
- Vinahópa sem leita að fullkominni blöndu af sólbaði, tónlist og kvöldlífi.
- Ferðalanga 18+ sem kunna að meta nútímalega hönnun, fjölbreytta matargerð og hágæða þjónustu.
- Þá sem sækjast eftir „lifestyle resort“ upplifun þar sem skemmtun, tónlist og strandlíf fléttast saman.
Hlekkur á heimasíðu hótelsins: SMELLTU HÉR




































