fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Mamlouk Palace Resort

Fimm stjörnu fjölskylduparadís við Rauðahafið

Mamlouk Palace Resort er 5 stjörnu „All inclusive“  hótel sem slær í gegn hjá bæði fjölskyldum og pörum. Hér færðu hið besta úr báðum heimum, lúxus og ró í bland við skemmtun og afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Hótelið stendur beint við einkaströnd með útsýni yfir Rauðahafið, fjöllin í fjarska og eyðimörkina.

Herbergin eru rúmgóð og björt, með svölum eða verönd og öllu því helsta – flatskjár, ókeypis Wi-Fi, minibar, loftkæling, te-/kaffiaðstaða og sérbaðherbergi með sturtu eða baðkari. Velja má á milli Standard eða fjölskylduherbergja.

Hótelið er með fjölda veitingastaða þar sem þú getur ferðast á milli heimsálfa á disknum. Alþjóðlegt hlaðborð, ítalskur, asískur og mexíkóskur matur bíður þín. Auk þess eru barirnir á hverju horni; strandbar, sundlaugarbar, Sport Café og fleiri staðir sem sjá til þess að þú verðir aldrei þyrstur.

Afþreyingin er fjölbreytt. Stórar sundlaugar, barnalaug og nóg fyrir þá sem vilja hreyfa sig: tennis, strandblak, minigolf og líkamsrækt. Ef þig langar frekar að slaka á þá býður spa-ið upp á nudd, saunu og tyrkneskt bað. Krakkarnir fá líka nóg að gera í barnaklúbbnum, þannig að foreldrar geta notið sín í rólegheitum. Kvöldin enda svo með skemmtilegum sýningum, dansi og lifandi tónlist.

Hótelið er vel staðsett, aðeins 15–20 mínútur frá flugvellinum og miðbæ Hurghada. Sem auka plús geta gestir gengið yfir á Sunrise Garden Beach Resort og notið þar veitingastaða og aðstöðu.

Hótelið hentar sérstaklega fyrir:

  • Fjölskyldur sem vilja mikið pláss, góða barnalaug, krakkaklúbb og afþreyingu fyrir alla.
  • Pör sem leita að rómantísku umhverfi við ströndina með möguleika á spa, góðum veitingastöðum og kvöldskemmtun.
  • Vinahópa sem vilja blanda saman afslöppun á daginn og fjörugri stemningu á kvöldin.
  • Þá sem vilja „Resort life“ við Rauðahafið með einkaströnd, stórar sundlaugar og góð þjónusta innan seilingar.

Myndir

Helstu atriði

Fimm stjörnu resort hótel 

Frábært fyrir alla fjölskylduna  

Allt innifalið, morgun, hádegi og kvöldmatur 

5 à la carte  veitingastaðir 

Allir drykkir innifaldir  

Barir á hótelinu 

Kvöldskemmtanir 

➤ Áramótapartý 31.des

➤ Jólaskemmtun 24.des

2 sundlaugar

Internet – Wifi 

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Barnaklúbbur 

Einkaströnd 

Booking:  9,2 í einkunn 

20 mínútur frá flugvelli 

Íslensk fararstjórn 

24/7 þjónusta  

Verð frá: 382.404.- á mann

M.v. 2 fullorðna og 2 börn

Helstu atriði

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 10 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)