fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Ljubljana frá Egilsstöðum

Gott verðalg og litrík borgarmenning / 6. - 10. nóvember 2025

(UPPSELD) Löng helgi í Ljubljana

Ljubljana er höfuðborg Slóveníu – en jafnframt ein sú minnsta í Evrópu. Það gerir hana ótrúlega þægilega að skoða, litrík og notaleg en samt full af lífi.

Á miðbæjartorginu og meðfram ánni Ljubljanica er alltaf stemning – kaffihús, barir og veitingastaðir raða sér meðfram bökkunum og verðlagið er vinalegt, þannig að það er auðvelt að njóta. Kíkja má upp í Ljubljana kastalann með frábæru útsýni, ganga yfir brýrnar þrjár eða rölta um litríka Preseren torgið.

Fyrir þá sem vilja versla er miðbærinn fullur af litlum hönnunarverslunum og stórum keðjum. Frábært tækifæri til að gera jólagjafainnkaupin snemma í fallegu umhverfi.

Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara og skelltu þér til Ljubljana beint frá Egilsstöðum! ✈️

Flugupplýsingar

Flogið út: 6.nóvember: EGS – LJU / 10:30 – 15:30

Flogið heim: 10.nóvember: LJU – EGS / 14:40 – 17:30

 

📍 Innifalið í ferðinni:
– Beint flug til Ljubljana og aftur til Egilsstaða
– 20kg innrituð taska og 5kg handfarangur
– Gisting á hóteli í 4 nætur með morgunverði
– Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Bókaðu hér

Bókaðu ferð til Ljubljana frá Egilsstöðum með því að fara á bókunarsíðuna okkar!

Viltu sérsniðið tilboð fyrir hóp eða fyrirtæki eða ertu með spurningu? Sendu okkur línu á info@kompaniferdir.is eða heyrðu í okkur í síma 433-4000.

Verð frá: 149.990kr.- á mann í tvíbýli

Gistimöguleikar

Verð frá: 149.990kr.- á mann í tvíbýli (Morgunmatur)

ibis Styles Ljubljana Centre (Eða svipað) ***

ibis Styles Ljubljana Center er í stuttri göngufjarlægð frá Preseren-torgi og hinum frægu Ljubljana Triple Bridge. Á þakinu er The Rooftop@Central, glæsileg þakstofa með stórkostlegu útsýni yfir Ljubljana-kastalann.

Herbergin eru stílhrein og nútímaleg með Smart TV, litlu borði, töskuhillu og fatakrókum. Baðherbergi eru með sturtu og hárþurrku.

*ATH að við bókum þetta hótel á meðan það er laust en annars bókum við hótel í sama flokki.

Verð frá: 164.990kr.- á mann í tvíbýli (Morgunmatur)

Holiday Inn Express (Eða svipað) ****

Holiday Inn Express – Ljubljana er þægilegt og nútímalegt hótel í rólegu hverfi aðeins út fyrir gamla miðbæinn. Í nágrenninu er Kino Šiška tónlistar- og menningarhús, Ljubljana Fair og fjölbreytt úrval veitingastaða og kaffihúsa.

Herbergin eru björt og vel innréttuð með loftkælingu, skrifborði, LCD-sjónvarpi og sérbaðherbergi með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Morgunverðhlaðborð er innifalið og á hótelinu er bar, garður og sólarverönd.

*ATH að við bókum þetta hótel á meðan það er laust en annars bókum við hótel í sama flokki.

Verð frá: 194.990kr.- á mann í tvíbýli (Morgunmatur)

InterContinental - Ljubljana by IHG (Eða svipað) *****

InterContinental Ljubljana er glæsilegt 5 stjörnu hótel í hjarta borgarinnar. Hótelið státar af veitingastað með frábæru útsýni, heilsulind með innilaug, ásamt 24 tíma líkamsræktaraðstöðu og glæsilegum hótelbar.

Herbergin eru rúmgóð og fáguð með stórbrotnu útsýni yfir borgina, loftkælingu, flatskjásjónvarpi, minibar, vinnuaðstöðu og baðherbergi með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.

Frábær staðsetning gerir það auðvelt að kanna borgina. Aðeins örfárra mínútna göngufjarlægð er að Slovenska cesta með verslunum og veitingastöðum, Tivoli Park og heillandi gamla miðbænum. Lestar- og rútu­stöðin er í stuttri göngufjarlægð og flugvöllurinn um 25 mínútna akstur.

*ATH að við bókum þetta hótel á meðan það er laust en annars bókum við hótel í sama flokki.