fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Premier Le Reve Hotel & Spa

Heimsklassa hótelupplifun

La Reve er hannað með þægindi, lúxus og fágaða hönnun í fyrirrúmi. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri, sem tryggir rólegt umhverfi og afslappandi dvöl.

Hótelið er staðsett við Sahl Hasheesh-flóann og býður upp á bæði ferskvatns- og saltvatnslaugar með fallegu útsýni yfir hafið. Þar er einnig einkaströnd, vel búin líkamsræktarstöð og lúxus heilsulind með fjölbreyttu úrvali nudd- og snyrtimeðferða. Á hótelinu eru fimm veitingastaðir með úrvali rétta víðsvegar að úr heiminum.

Öll herbergi eru með einkasvalir og glæsilegu útsýni yfir sjóinn eða hótelsvæðið. Þau eru búin sjónvarpi, minibar og rúmfötum af hágæðaefnum sem tryggja þægilega dvöl.

Á hótelinu er að finna ítalskan, kínverskan, japanskan og sjávarréttarveitingastað, auk vítamínbars þar sem hægt er að fá ferska safa fyrir daginn. Aðalveitingastaðurinn Turquoise býður upp á fjölbreytta alþjóðlega matargerð með nýju þema á hverjum degi. La Reve er fullkominn áfangastaður fyrir þá sem vilja njóta áhyggjulauss frís í einstöku umhverfi.

Myndir

Helstu atriði

Fimm stjörnu resort hótel 

Aðeins fyrir fullorðna  

Allt innifalið

➤ Morgun, hádegis og kvöldmatur 

7 à la carte veitingastaðir 

Allir drykkir innifaldir  

3 barir á hótelinu 

Kvöldskemmtanir 

➤ Jólaskemmtun 24.des

Áramótapartý 31.des 

2 sundlaugar, 1 upphituð 

367 herbergi – 5 hæðir 

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Einkaströnd 

Booking:  9,1 í einkunn 

40 mínútur frá flugvelli 

24/7 þjónusta  

 

Verð frá: 551.392kr.- á mann

M.v. 2 fullorðna

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 10 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)

Veitingastaðir