Premier Le Reve Hotel & Spa
Frábær hótelupplifun
La Reve er hannað með þægindi, lúxus og fágaða hönnun í fyrirrúmi. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri, sem tryggir rólegt umhverfi og afslappandi dvöl.
Hótelið er staðsett við Sahl Hasheesh-flóann og býður upp á bæði ferskvatns- og saltvatnslaugar með fallegu útsýni yfir hafið. Þar er einnig einkaströnd, vel búin líkamsræktarstöð og lúxus heilsulind með fjölbreyttu úrvali nudd- og snyrtimeðferða. Á hótelinu eru fimm veitingastaðir með úrvali rétta víðsvegar að úr heiminum.
Öll herbergi eru með einkasvalir og glæsilegu útsýni yfir sjóinn eða hótelsvæðið. Þau eru búin sjónvarpi, minibar og rúmfötum af hágæðaefnum sem tryggja þægilega dvöl.
Á hótelinu er að finna ítalskan, kínverskan, japanskan og sjávarréttarveitingastað, auk vítamínbars þar sem hægt er að fá ferska safa fyrir daginn. Aðalveitingastaðurinn Turquoise býður upp á fjölbreytta alþjóðlega matargerð með nýju þema á hverjum degi. La Reve er fullkominn áfangastaður fyrir þá sem vilja njóta áhyggjulauss frís í einstöku umhverfi.
Myndir
Veitingastaðir
Verð












