fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Jungle Aqua Park Neverland

Stærsti rennibrautagarður í Egyptalandi!

Jungle Neverland hótelgarðurinn er sankallað vantaævintýraland fyrir alla fjölskylduna. Hér eru meira en 30 vatnsrennibrautir og 32 sundlaugar sem henta bæði börnum og fullorðnum. Garðurinn er hannaður fyrir þá sem vilja skemmtun, spennu og gleði í sólskini allan daginn

 

Gestir geta valið á milli fjölbreyttra vatnaleikja, allt frá rólegum sundlaugum og barnalaugum til stórra rennibrautanna. Á svæðinu eru einnig veitingastaðir og snarlbarir þar sem hægt er að hvíla sig, fá sér svalandi drykk eða bita.

Fyrir yngstu börnin eru sérstakar barnalaugar og barnaklúbbur, en fyrir alla fjölskylduna er úrval íþróttamannvirkja, þar á meðal tennisvöllur, fótboltavöllur og minigolfvöllur. Gestir fá svo aðgang að einkaströnd hjá  Dana Beach Resort sem er í göngufæri við hótelið.

 

Herbergin eru ansi fjölbreytt, en flest í notalegum búngaló-stíl og raðast í kringum sundlaugarnar. Öll herbergin eru björt, innréttuð í hlýlegum litum sem minna á afríska list, með verönd eða svalir með útsýni yfir laugar eða garða hótelsins. Hér er gott úrval af stórum fjölskylduherbergjum sem mörg hver geta rúmað 6 manna fjölskyldur.

 

Veitingastaðirnir bjóða upp á fjölbreytta rétti úr ítalskri, Miðjarðarhafs-, Miðausturlanda-, þýskri, asískri, og alþjóðlegri matargerð. Í morgunverð er hægt að velja á milli heimsálfa – hvort sem þig langar í léttan ávaxtaríkan continental, klassískan amerískan, ríkulegt hlaðborð eða grænmetisrétti. Auk þess að nokkrir sundlaugarbarir veita léttar veitingar og svalandi drykki yfir daginn.

 

Á kvöldin er boðið uppá margskonar skemmtanir og lifandi tónlist, barnadiskó og leikjadagskrá.  Einnig er mikið úrval af leiktækjum sem börn hafa aðgang að á kvöldin.

 

Íslenskir gestir:
Íslendingar sem dvöldu á hótelinu í síðustu ferð lýstu því sem „algjörum ævintýraheimi“. Svæðið er stórt, og unglingarnir voru oft horfnir í eigin ævintýri yfir daginn en skiluðu sér svo aftur síðla dags.

 

Það sem gerir þetta hótel sérstakt:

  • Draumaheimur fyrir aktíva krakka og unglinga – með stórum vatnsrennibrautagarði, fjölbreyttum leiktækjum og afþreyingu sem heldur áfram langt fram á kvöld. Þar er einnig barnaklúbbur, sirkus og margt fleira.

  • Hótelið er í Jungle-þema sem gefur upplifuninni sérstakan og ævintýralegan blæ.

  • Kvöldin eru lífleg með glæsilegum sýningum og skemmtunum sem gera dvölina eftirminnilega.

 

Hótelið hentar einstaklega vel fyrir:

  • Unglinga og eldri „börn“  sem elska sundlaugar og vatnsrennibrautir.
    • Sumar rennibrautir eru með lágmarks hæð
  • Þá sem kunna að meta alvöru vatnsrennibrautagarð.
  • Þá sem vilja öruggt, þægilegt umhverfi fyrir alla fjölskylduna.

 

Skoðaðu heimasíðu hótelsins fyrir frekari upplýsingar: SMELLTU HÉR

Myndir

Helstu atriði

Fjögurra stjörnu resort hótel 

Frábært fyrir alla fjölskylduna  

Allt innifalið

➤ Morgun, hádegi og kvöldmatur 

Allir drykkir innifaldir

8 veitingastaðir

Barir á hótelinu

Kvöldskemmtanir

32 sundlaugar

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Aðgangur að vatnsrennibrautagarði

Barnasundlaug 

Barnaklúbbur 

Einkaströnd 

Booking:  9,2 í einkunn

➤ TripAdvisor: 4,6

15 mínútur frá flugvelli 

24/7 þjónusta

 

Verð frá: 355.754kr.- á mann
m.v. 2 fullorðna & 2 börn

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 10 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)