Jaz Casa Del Mar Beach
Njóttu lífsins á Jaz Casa Del Mar Beach
Fyrir strandelskendur sem vilja ekki missa kristaltæra bláa hafið úr augnsýn, er Jaz Casa Del Mar rétti staðurinn. Um er að ræða einstakt hótel í Hurghada sem býður gestum sínum aðgang að einkaströnd, loftkæld herbergi með svölum og útsýni yfir ýmist sundlaugarsvæðið eða Rauðahafið.
Fimm veitingastaðir eru á hótelinu, ísbúð og kaffihús, heilsulind og leikjaherbergi. Sundlaugarnar eru sex talsins og eru umkringdar pálmatrjám. Vatnaíþróttir á borð við bátasiglingar og köfun eru í boði á einkaströndinni.
Á hótelsvæðinu er einnig fullbúin líkamsræktarstöð, heilsulind og snyrtistofa. Gestir geta leigt reiðhjól, spilað tennis og notið þess að kíkja á tónleika og sýningar á vegum hótelsins á kvöldin.
Leikvöllur er til staðar fyrir yngri gesti.
Hurghada-alþjóðaflugvöllur er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Jaz Casa Del Mar Beach.
Myndir
Veitingastaðir
Verð
















