fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Egyptaland yfir Áramótin 2025

Flugtími

8 klukkustundir

Lengd ferðar

9 nætur / 10 dagar

Veður

20-26 stiga hiti

Ævintýraferð um áramótin 2025...

Strandarsæla við Rauðahafið

Gerðu áramótin ógleymanleg í þessari einstöku ferð til Egyptalands! Dagana 27.desember – 5.janúar 2025 verður flogið í beinu flugi frá Keflavík til Hurghada í Egyptalandi.

Hurghada – Njóttu jólafrísins í sólbaði við Rauðahafið

Komdu með Kompaníferðum í einstaka áramótaferð frá Keflavík til Hurghada og upplifðu hátíðarnar á framandi máta.

Í boði eru um tuttugu sérvaldnir gistimöguleikar á bestu stöðum Hurghada, skipulagðir í fjóra flokka: fjölskylduvæn og almenn hótel, krakka- og unglingahótel, lúxushótel og para-hótel. Flest hótelin eru fimm stjörnu hótel og bjóða nær öll upp á „allt innifalið“ – Mat og drykki allan daginn.

Afþreyingarnar eru óteljandi: siglingar, snorkl, kamelferðir, ævintýraferðir í eyðimörkinni og dagsferðir til að skoða píramýdana í Kaíró eða hinn stórbrotna Dal Konunganna í Lúxor.

Á staðnum verður öflug íslensk og „local“ fararstjórn til að tryggja að þú njótir ferðarinnar til fulls – Frá fyrsta degi til þess síðasta.

Innifalið

➤ Beint flug til Hurghada frá Keflavík

➤ 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur

➤ Gisting á hóteli í 9 nætur

➤ Íslensk fararstjórn

➤ Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað

➤ Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

 

Flugupplýsingar

Flogið út (27.desember): KEF – HRG / Hádegi

Flogið heim (5.janúar): HRG – KEF / Seinni partinn (næturflug)

*Olíustopp á bakaleið (ca. 30-50 mínútur).

Fjölskylduvæn hótel

Hér bjóðum við upp á níu vel valin hótel sem henta flestum sem vilja njóta notalegrar dvöl. Herbergin eru þægileg, flest staðsett við ströndina, með frábærum sundlaugum og allt innifalið – ásamt auka veitingastöðum. Á mörgum hótelunum eru einfaldari leiktæki fyrir yngri börn, sem gerir þau einnig afar hentug fyrir fjölskyldur með smábörn.

Hótel með vatnsrennibrautargörðum

Hér bjóðum við upp á fjögur vandlega valin hótel sem sérstaklega henta fjölskyldum sem sækjast eftir miklu úrvali vatnsrennibrauta og fjölbreyttri afþreyingu fyrir börn. Herbergin eru þægileg, með frábærum sundlaugum og allt innifalið – ásamt auka veitingastöðum.Öll hótelin hafa sína sérstöðu: Jungle Park er kjörinn fyrir eldri börn og unglinga, en Aqua Magic, Aqua Blu og Park henta öllum aldurshópum. Þetta eru frábærir gististaðir fyrir fjölskyldur sem leita að mikilli skemmtun fyrir unglingana og virk börn.

Lúxus hótel

Hér eru fjögur af vönduðustu hótelunum í Hurghada, þekkt fyrir framúrskarandi þjónustu og háan gæðaflokk. Hvert hótel hefur sína sérstöðu: Le Rêve og Blue Spa eru eingöngu fyrir fullorðna (16 ára og eldri), á meðan Baron og Jaz taka á móti börnum. Öll hótelin eru staðsett beint við ströndina. “Kombo” hér er hægt að skipa dvölini á tvö mismunandi hótel t.d. 6 nætur á LeReve og 7 nætur á Baron.

Skipulagðar sérferðir

Tveir skipulagðir pakkar eru í boði frá Keflavík og Akureyri þar sem þú kynnist helstu perlum Egyptalands – Kaíró, Lúxor, Aswan og fleiru.

Afþreyingar og ferðir

Í Egyptalandi er svo ótal margt sem hægt er að gera, bæði afþreyingar og menningarferðir enda nóg af minjum frá Forn-Egyptum sem vert er að skoða og velta fyrir sér.