Gönguferð um Algarve í Portúgal
Töfrandi klettar & sveitasvæði með leiðsögn
Klassíska Algarve í Portúgal
Komdu með í einstaka ferð þar sem við sameinum hreyfingu, menningu og afslöppun á einum fallegasta stað Miðjarðarhafsins. Við göngum eftir stórbrotinni strandlengju með gullnum klettum, skoðum falin vötn og litríka smábæi, og njótum lífsins í friðsælum sveitasvæðum Algarve.
Ferðin er skipulögð með góðu jafnvægi á milli leiðsagðra gönguferða, fróðleiks og tíma til að njóta hótelsins og umhverfisins. Við gistum á fjögurra stjörnu hótelstúdíóíbúðum með morgunverði og njótum þess að hafa bæði staðkunnugan portúgalskan leiðsögumann og íslenskan fararstjóra með í för.
Fararstjóri ferðarinnar er Elsa María Davíðsdóttir, sem hefur mikla reynslu af ferðalögum og leiðsögn, og mun sjá til þess að ferðin verði bæði fræðandi og eftirminnileg.
Flugupplýsingar
Flogið út: 6.apríl: KEF – FAO / 07:20 – 12:50
Flogið heim: 13. apríl: FAO – KEF / 13:50 – 17:25
📍 Innifalið í ferðinni:
– Beint flug með IcelandAir til Faro og til baka
– Akstur frá flugvelli erlendis og til baka
– Vínsmökkun á nálægri vínekru
– 4 leiðsagðar gönguferðir innifaldar, akstur þar sem það á við
– Hótelgisting – 4★ hótelstúdíó- íbúð (morgunmatur innifalinn)
– Fararstjórar – Elsa María Davíðsdóttir & Joao Nunes
– Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld
Ganga 1 – Praia da Luz til Ponta da Piedade & Lagos
Vegalengd: 8,5 km – 100 m hækkun
Frá fiskimannabænum Luz liggur leiðin eftir mjóum stígum með stórkostlegu útsýni yfir strandlengjuna.
Villt blómalíf og hæsti punktur Algarve-strandar með óbelískum minnisvarða. Stoppað í Porto de Mós og endað við glæsilega kletta Ponta da Piedade. Stuttur akstur til Lagos – sögulegrar hafnar frá tímum landafunda.
Ganga 2 – Praia da Marinha til Carvoeiro
Vegalengd: 9 km – 80 m hækkun/lækkun
Litríkir klettar, sjávarholur og dýralíf í gróðursælum runnum. Leiðin liggur framhjá djúpum gjám, földum víkum og Alfanzina-vitanum. Endar í litríka strandbænum Carvoeiro í hádeginu.
Ganga 3 – Garrado til Silves-stíflu & Silves-bæjar
Vegalengd: 8,5 km – 160 m hækkun/lækkun
Inn til landsins í minna þekktum Serra-hæðum með lágu fjalllendi og þröngum dölum. Harðgerður gróður og fjölbreytt fuglalíf, m.a. sjaldgæfur Bonelli-örn. Leiðin endar við Silves-stífluvatn og í sögufræga miðaldabænum Silves.Endar í sögufræga Silves – fyrrum höfuðstað Mára.
Ganga 4 – Monchique-hringleið & Foia
Vegalengd: 9 km – 90 m hækkun/lækkun
Róleg hringleið um Monchique með hefðbundinni Algarve-arkitektúr, sítruslundum og korktrjám. Fylgir Monchique-ánni og endar á hæsta punkti Algarve – Foia – með stórbrotnu útsýni.
Tropical Sol ****
Tropical Sol býður upp á rúmgóðar íbúðir og stúdíó með svölum og stórbrotnu útsýni í hjarta Areias de São João. Hótelið er með útisundlaug, sólbaðsaðstöðu og nálægt er golfvöllur fyrir áhugasama. Íbúðirnar eru bjartar og loftkældar, skreyttar með hefðbundnum portúgölskum flísum. Þær eru með vel búið eldhúskrók og annaðhvort opið rými eða sér stofu- og borðkrók. Gestir geta útbúið sínar eigin máltíðir eða nýtt sér frábæra staðsetningu hótelsins og skoðað úrval kaffihúsa, veitingastaða og verslana sem eru í aðeins 300 metra fjarlægð.
