Golfpakkar í Hurghada
Bókaðu glæsilega golfpakka í Hurghada / Jól & áramót
Þar sem lúxus mætir áskorun...
Ekki láta sveifluna fara til spillis í fríinu!
Við bjóðum upp á þrjá glæsilega golfpakka til Hurghada, þar sem þú spilar á hinum margverðlaunaða Madinat Makadi golfvelli – einum glæsilegasta golfvelli Egyptalands.
Þetta er hið fullkomna frí fyrir kylfinga sem vilja bæta sveifluna fyrir sumarið eða einfaldlega njóta þess að spila golf við bestu aðstæður. Í Hurghada ríkir sól og hiti á bilinu 20–26°C, sem gerir spilamennskuna einstaklega þægilega.
Á svæðinu eru fleiri golfvellir og við getum sérsniðið pakka ef þig langar að prófa eitthvað annað eða bæta við fleiri völlum í ferðina.
Veldu einn af okkar tilbúnu golfpökkum eða láttu okkur setja saman draumafríið fyrir þig!
Flugupplýsingar
Madinat Makadi Golfvöllurinn ⛳
Madinat Makadi er einn glæsilegasti golfvöllur Egyptalands og státar af 18 holum hannað af John Sanford og teymi hans. Völlurinn liggur í stórbrotinni náttúru við Rauðahafið, umlukinn pálmatrjám, grænum flötum og tilkomumiklum útsýnum yfir eyðimörkina og hafið.
Þetta er völlur sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum kylfingum, með fjölbreyttum brautum og krefjandi sandgryfjum. Á svæðinu er einnig æfingasvæði, golfakademía og fyrsta flokks klúbbhús þar sem gestir geta notið veitinga og slappað af eftir hringinn.
Madinat Makadi hefur ítrekað verið valinn Egypt’s Best Golf Course á World Golf Awards og stendur sem fyrirmynd að sjálfbærri hönnun golfvalla á eyðimerkursvæðum. 🏆
Það er hægt að leigja sér golfsett á völlunum og einnig viljum við minna á að það er best að bóka með sem mestum fyrirvara til þess að geta valið þá rástíma sem hentar ykkur best.
Pakki #1 - Steigenberger Makadi (Adults Only)
5 stjörnu boutique hótel sem stendur við Madinat Makadi golfvöllinn og býður upp á rólegt umhverfi eingöngu fyrir fullorðna. Herbergin eru smekklega innréttuð í hlýjum tónum með rúmgóðum svölum og útsýni yfir golfvöllinn.
Gestir hafa aðgang að Spa & Wellness með gufubaði, Jacuzzi og fjölbreyttum meðferðum, auk þess sem hægt er að prófa spennandi afþreyingu á svæðinu eins og köfun, siglingar og hestaferðir (gegn gjaldi).
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir og nokkrir barir þar sem hægt er að næra sig eftir golfhring dagsins.
Innifalið
- Flug með 20kg innrituðum farangri og golfpoka (14kg)
- 9 nætur í superior herbergi með garðs- eða sundlaugarútsýni – Allt innifalið
- 7 daga golfpakki (7×18 holur) með vallargjöldum
- Golfbíll
- Flugrúta frá/til Hurghada flugvallar
- Áramótaveisla
👉 Heildarverð: 602.800kr.- á mann í tvíbýli
Hlekkur á heimasíðu hótelsins:SMELLTU HÉR
Pakki #2 - Jaz Makadi Saray Resort
Í aðeins stuttri göngufjarlægð frá ströndinni tekur Jaz Makadi Saraya á móti þér með hlýju andrúmslofti, fallegum sundlaugum og björtum herbergjum með svölum þar sem þú getur notið morgunkaffisins í kyrrðinni.
Hér finnur þú úrval af bæði hlaðborðs- og à la carte veitingastöðum sem sameina bragðgóða, hefðbundna egypska rétti og alþjóðlegan lúxus. Dagarnir geta farið í sólbað við sundlaugina, afslappandi göngu niður á strönd eða skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Fyrir þá sem vilja slaka á býður Mividaspa upp á hressandi nudd, gufubað og fegrunarmeðferðir. Á ströndinni býðst spennandi úrval vatnaíþrótta eins og köfun, snorkl, siglingar og fleira.
Fyrir fjölskyldur er hér sannkallað paradís: barnaklúbbur, gæsluþjónusta og aðeins 3 km í Makadi Water World Aqua Park með yfir 50 rennibrautum fyrir unga sem aldna. Nálæga Souk Makadi býður síðan upp á verslanir, veitingastaði og næturlíf.
Innifalið
- Flug með 20kg innrituðum farangri og golfpoka (14kg)
- 9 nætur í superior herbergi með garðs- eða sundlaugarútsýni – allt innifalið
- 7 daga golfpakki (7×18 holur) með vallargjöldum
- Golfbíll
- Flugrúta frá/til Hurghada flugvallar
- Áramótaveisla
- Aðgangur að Aqua Park með léttum réttum og óáfengu drykkjarvali
👉 Heildarverð: 535.603kr.- á mann í tvíbýli
Hlekkur á heimasíðu hótelsins: SMELLTU HÉR
Pakki #3 - Jaz Makadi Star & Spa Resort
Staðsett í hjarta Madinat Makadi og í aðeins fimm mínútna göngufjarlægð frá eigin einkaströnd býður Jaz Makadi Star & Spa upp á hið fullkomna jafnvægi milli afslöppunar og afþreyingar. Hér finnur þú rúmgóð og glæsileg herbergi með svölum og útsýni yfir garð eða sundlaug, þar sem þú getur notið morgunstundarinnar í ró og næði.
Á hótelinu er hægt að velja úr meira en 10 veitingastöðum og börum, þar sem boðið er upp á fjölbreytta rétti úr alþjóðlegri og staðbundinni matargerð. Á ströndinni býður El Negma beach bar upp á svalandi drykki og létta rétti með útsýni yfir hafið.
Mividaspa heilsulindin er sannkölluð orkuhleðsla – með vatnslækningum, nuddum, fegrunarmeðferðum og slökunarprógrömmum sem láta þér líða eins og nýrri manneskju.
Aðeins 3 km frá hótelinu er Makadi Water World Aqua Park með yfir 50 rennibrautum, og innan við 10 mínútna göngufjarlægð finnur þú verslanir, veitingastaði og bari í Souk Makadi.
Innifalið
- Flug með 20kg innrituðum farangri og golfpoka (14kg)
- 9 nætur í superior herbergi með garðs- eða sundlaugarútsýni – allt innifalið
- 7 daga golfpakki (7×18 holur) með vallargjöldum
- Golfbíll
- Flugrúta frá/til Hurghada flugvallar
- Áramótaveisla
- Aðgangur að Aqua Park með léttum réttum og óáfengu drykkjarvali
👉 Heildarverð: 632.900kr.- á mann í tvíbýli
Hlekkur á heimasíðu hótelsins: SMELLTU HÉR
