G-Dansk í Póllandi er lítil falleg hafnarborg sem einungis 3,5 tímum frá Íslandi með beinu flugi, staðsett við Eystrarsaltið. Hún er ein af elstu borgum Póllands og er íbúafjöldi hennar ríflega á við allt Íslands.
Gamli bærin er einstaklega fallegur og skemmtilegur. Fallegur arkitektúr og mikil saga er í borginni og er hún stundum kölluð „Norður-Amsterdam“ þar sem það er ansi margt sem gerir þær líkar.
Gdansk býður uppá fjölbreytt úrval af áhugaverðri afþreyingu. Þar eru litríkir og líflegir markaðir, flottar búðir til þess að versla í, æðisleg kaffihús og flott veitingahús sem vert er að prufa. Gdansk bíður einnig uppá frábært skemmtanalíf sama hvort það séu klúbbar eða barir sem hópruinn leitar eftir.



AFÞREYING Í GDANSK
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Gdansk á einstakan hátt. Við mælum með að fara í matarferðir, bjórrölt eða hjólaferð. Það er einnig mikið áhugaverðum til að skoða víðsvegar um borgina.
Þessi listi er ekki tæmandi og það er margt fleira í boði. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig og hans áhuga svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.