fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Sunrise Garden Beach Resort

Sunrise Garden Beach Resort er fjölskylduvænt fimm stjörnu hótel með öllu inniföldu þar sem krakkarnir geta leikið sér í vatnsrennibrautgarðinum á meðan hjónin og vinirnir slaka á á „adults only“ ströndinni. Hótelið horfir yfir hafið og njóta gestir aðgang að einka sandströnd og köfunarmiðstöð fyrir þá sem vilja skella sér að snorkla. Í hótelgarðinum eru þrjár sundlaugar, sex veitingastaðir ásamt heilsulind og vellíðunarðstöðu.  

Öll herbergin eru með loftkælingu, minibar og sjónvarpi auk verandar með útsýni yfir garðinn, sundlaugarnar eða hafið. 

Gestir geta valið um sex veitingastaði sem framreiða ítalska, austurlenska og alþjóðlega matargerð. Einnig eru tvær krár og fjórir barir á svæðinu, þar á meðal sundlaugarbar og strandbar. 

Hótelið leggur mikla áherslu á afþreyingu og íþróttaiðkun og þar má finna tennisvelli og fótboltavöll í fullri stærð. Hægt er að skella sér í strandblak, bogfimi og hestaferðir. Það býður einnig upp á Horas Spa, þar sem gestir geta slakað á með nuddi eða snyrtimeðferðum. Punkturinn yfir i-ið er síðan nýr vatnsrennibrautargarður með 8 rennibrautum og leiksvæði fyrir börn!  

Myndir

Helstu atriði

Fimm stjörnu resort hótel 

Frábært fyrir alla fjölskylduna  

Allt innifalið, morgun, hádegi og kvöldmatur 

6 à la carte veitingastaðir 

Allir drykkir innifaldir  

Kvöldskemmtanir 

Áramótapartý 31.des

Jólaskemmtun 24.des

3 sundlaugar

Líkamsrækt & SPA

Vatnsrennibrautagarður 

Barnasundlaug 

Barnaklúbbur 

Tennis og strandablak 

Einkaströnd 

Booking:  9,1 í einkunn 

15 mínútur frá flugvelli 

Íslensk fararstjórn 

24/7 þjónusta  

➤ 20 mínútna keyrsla frá flugvelli

 

Verð frá: 367.896kr.- á mann

M.v. 1 fullorðinn og 2 börn

Helstu atriði

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 10 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)