fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Áramótin í Egyptalandi / Akureyri

Flugtími

8 klukkustundir

Lengd ferðar

9 nætur / 10 dagar

Veður

23-28 stiga hiti

Seinustu sætin í sölu!

Hurghada í Egyptalandi

Upplifðu áramótin í einstakri ferð til Hurghada, sólríkum strandbæ við Rauðahafið. Nú í beinu flugi í fyrsta skipti frá Akureyrarflugvelli dagana 27.desember – 5. janúar.

Hurghada

Hurghada Hin töfrandi Rauðahafsströnd teygir anga sína u.þ.b. 1.200km meðfram Egyptalandi. Við miðjan skagann liggur sólríkur og ævintýralegur áfangastaður, Hurghada! Strandbær sem er þekktur fyrir sláandi náttúrufegurð, lifandi menningu og ótæmandi afþreyingar – fullkominn áfangastaður til þess að skapa sér einstakt og ógleymanlegt jólafrí með sínum nánustu.

Hurghada hóf tilveru sína sem lítið fiskiþorp á 19. öldinni en hefur með árunum orðið gríðarlega vinsæll áfangastaður á meðal evrópskra ferðamanna sem eltast við sólina, en veðráttan á svæðinu er hlý allan ársins hring. Vetrartíminn er kjörinn til ferðalaga á svæðinu en í desembermánuði er meðalhiti 23-28 gráður. Í bænum er mikið úrval af glæsilegum hótelum í nálægð við tæran sjó og silkimjúkar strendur.

Hurghada er í raun paradís fyrir strandunnendur og draumur fyrir kafara en glitrandi vötn Rauðahafsins eru þekkt fyrir einstaklega líflegt sjávarlíf. Vinsælt er að snorkla við hlið litríkra kóralla og framandi fiska. Endalausir grænbláir litir hafsins eru svo boð um að leggjast niður á mjúkan sandinn og drekka í sig sólargeislana.

Í þessari ferð bjóðum við upp á flott úrval af glæsilegum Resort Hótelum sem eru í raun hvert og eitt eins og lítill heimur útaf fyrir sig, með eigin veitingarstöðum, útisvæðum og afþreyingu.

Í boði verður allskonar afþreying, til dæmis verður hægt að skella sér í siglingu og snorkl, köfunarferð, eyðimerkursafari, kamelferð eða hestaferð. Einnig verða í boði menningarferðir til Luxor og Karnak að heimsækja sum af merkilegustu fornmusterum heimsins. Svo verður auðvitað ferð til Cairo til þess að líta Píramídana eigin augum. Gamli bærinn í Hurghada er einnig fullur af líflegum mörkuðum og skemmtilegum verslunum sem vert er að skoða.

Við hjá Kompaníferðum leggjum okkur fram við að bjóða upp á þæginlega og persónulega þjónustu og því er hægt að sérsníða ferðina að þínu höfði ef þess þarf.

 

Greiðsludreifing

Það þarf aðeins að greiða 25% staðfestingargjald af heildarupphæð til þess að skrá sig í ferðina.

 

Flugupplýsingar

Flogið út: 27.desember / Næturflug (Farið upp á völl 26.des, flogið kl 01:00 eftir miðnætti 27.des)
Flogið heim: 5.janúar / Seinni partinn

*Ca. 30 mín olíustopp báðar leiðir.

 

Innifalið í pakka

  • Beint flug til Hurghada frá Akureyrarflugvelli
  • 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • Gisting á hóteli í 9 nætur/10 daga
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • Áramótaveisla 31.desember- Dagsskemmtun, kvöldverður og áramótapartý
  • Íslensk fararstjórn á staðnum
  • Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Helstu atriði

Við hverju má búast

➤ Íslensk fararstjórn 24/7

➤ Einstök áramót

➤ Resort hótel – Allt innifalið

➤ Fjölskylduvæn hótel

➤ Kvöldskemmtanir á hóteli

➤ Áramótapartý 31.desember

➤ Upphitaðar sundlaugar

➤ Einkastrendur

➤ A La Carte veitingastaðir

➤ Gott veður, sól og hiti

➤ Afþreyingar og ævintýri

➤ Menningarferðir í boði

Það leiðist engum í Egyptalandi...

Afþreyingar og ferðir

Í Egyptalandi er svo ótal margt sem hægt er að gera, bæði afþreyingar og menningarferðir enda nóg af minjum frá Forn-Egyptum sem vert er að skoða og velta fyrir sér.