fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Dresden frá Akureyri

Þriggja nátta ferð / 28.nóvember - 1.desember

Beint frá Akureyri inn í jólastemninguna! 🎄

Dresden er ein af fallegustu borgum Þýskalands og þegar jólamarkaðarnir opna í lok nóvember breytist borgin í sannkallaða vetrardýrð  með ljósum, tónlist, heitu kryddvíni og sjarma!

Hjarta jólanna í Dresden er Striezelmarkt, sem er ekki aðeins einn sá elsti í Evrópu heldur líka einn sá fallegasti. Þar má finna fjölbreytt handverk, gómsætan jólamat og notalega stemningu sem fær þig til að hægja á og njóta.

Hvort sem þú vilt versla jólagjafir, rölta um sögufrægar götur eða bara njóta góðrar stemmingar  – þá er Dresden frábær kostur.

Flugupplýsingar

Flogið út: 28.nóvember: AEY – DRS / 07:50 – 12:20

Flogið heim: 1.desember: DRS – AEY / 21:00 – 23:40

 

📍 Innifalið í ferðinni:
– Beint flug til Dresden og aftur til Akureyrar
– 20kg innrituð taska og 5kg handfarangur
– Gisting á hóteli í 3 nætur
– Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld
– Íslenskir fararstjórar á staðnum
– Neyðarsími Kompaníferða 24/7

Bókaðu núna og tryggðu þér pláss!

Bókaðu ferð til Dresden frá Akureyri með því að senda okkur fyrirspurn.

Viltu sérsniðið tilboð fyrir hóp eða fyrirtæki eða ertu með spurningu? Sendu okkur línu á info@kompaniferdir.is eða heyrðu í okkur í síma 433-4000.

Verð frá: 128.990kr.- á mann í tvíbýli

Einungis flug: 69.990kr.- flugsætið

Gistimöguleikar

Verð frá: 128.990kr.- á mann í tvíbýli (Morgunmatur ekki innifalinn)

Þriggja stjörnu hótel ***

Við bjóðum upp á frábært tilboð á 3★ hóteli rétt utan við miðbæinn – fullkomið fyrir þá sem vilja njóta borgarinnar á góðu verði!
Við tryggjum þér gistingu á einu af eftirfarandi hótelum:

  • ibis Styles Dresden Neustadt
  • Super 8 by Wyndham Dresden
  • B&B Hotel Dresden City Süd

Öll hótelin bjóða upp á þægileg herbergi, góða staðsetningu og greiðan aðgang að miðbænum.
Þú veist ekki fyrirfram á hvaða hótel þú lendir, en það verður eitt af þessum þremur þriggja stjörnu hótelum. Ef þau eru uppbókuð, höfum við samband og finnum jafngott eða betra hótel fyrir þig.

Verð frá: 147.500kr.- á mann í tvíbýli (Morgunmatur innifalin)

Fjögurra stjörnu hótel ****

Við bjóðum upp á glæsilega borgarferð til Dresden þar sem þú gistir á 4★ hóteli með morgunverði inniföldum, fullkomið fyrir þá sem vilja aðeins meiri þægindi!

  • NH Dresden Neustadt
  • Occidental Dresden Newa

Hótelin eru öll vel staðsett, með þægilega aðstöðu og morgunverð innifalinn.
Þú veist ekki fyrirfram nákvæmlega á hvaða hótel þú lendir, en það verður eitt af þessum tveimur fjögurra stjarna hótelum.
Ef þau eru uppbókuð, höfum við samband og finnum sambærilegan eða betri valkost fyrir þig.

Verð frá: 189.980kr.- á mann í tvíbýli (Morgunmatur innifalin)

Fimm stjörnu hótel *****

Við bjóðum upp á 5 stjörnu hótel með morgunverði inniföldum, fullkomið fyrir þá sem kunna að meta gæði, þægindi og einstaka upplifun.

  • Hyperion Hotel Dresden Am Schloss
  • Townhouse Dresden – A Vagabond Club

Hótelin eru öll vel staðsett, með glæsilega aðstöðu og morgunverð innifalinn.
Þú veist ekki fyrirfram nákvæmlega á hvaða hótel þú lendir, en það verður eitt af þessum tveimur fimm stjörnu hótelum.
Ef þau eru uppbókuð, höfum við samband og finnum sambærilegan eða betri valkost fyrir þig.

Verð frá: 198.300kr.- á mann í tvíbýli (Morgunmatur)

Premier Inn Dresden City Zentrum

Vel staðsett í Dresden, Premier Inn Dresden City Zentrum býður upp á loftkæld herbergi, bar og ókeypis Wi-Fi. Vinsælir staðir í nágrenninu eru Old Masters Picture Gallery, Dresden Central Station og International Congress Center Dresden.

Á hótelinu er hvert herbergi með skrifborði og flatskjásjónvarpi. Öll herbergi á Premier Inn Dresden City Zentrum eru með sérbaðherbergi, ókeypis snyrtivörum og hárþurrku.