fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Desert Rose Resort

Fjölskylduvænt ``All Inclusive`` hótel

Desert Rose Resort er eitt vinsælasta hótelið í Hurghada, og ekki að ástæðulausu. Hér er stórt og fallegt svæði beint við 1 km einkaströnd þar sem þú getur bæði slakað á í sólbaði eða prófað snorkl og seglbretti í tærbláu hafinu.

Herbergin eru rúmgóð, loftkæld og björt, með svölum eða verönd og útsýni yfir garðinn, sundlaugina eða hafið.

Á hótelinu eru þrjár stórar sundlaugar, barnalaug og lítill vatnagarður fyrir krakkana. Fyrir þá yngstu er líka krakkaklúbbur með dagskrá og skemmtilegri afþreyingu.

Desert Rose býður upp á fimm mismunandi veitingastaðir bjóða upp á allt frá alþjóðlegum réttum til ítalsks, asískrar og egypskrar matargerðar. Plús: níu barir sem sjá um að þú verðir aldrei þyrstur, hvort sem það er í svalandi drykk við sundlaugina eða kokteil á kvöldin.

Ef þig langar að hreyfa þig er nóg í boði eins og tennis, minigolf, bogfimi, Zumba og jóga. Í heilsulindinni geturðu svo slakað á í nuddmeðferð, gufubaði eða farið í líkamsræktina. Kvöldin enda svo oft á skemmtilegum sýningum eða lifandi tónlist.

Það sem gerir hótelið sérstakt: 

  • Einstakt svæði við 1 km einkaströnd með bæði rólegum sólbekkjum og vatnaíþróttum eins og snorkli og seglbretti.
  • Gestir lýsa því oft sem „smá bæjarstemningu í miðri Hurghada“.
  • Þrátt fyrir stærðina upplifist hótelið rólegt og afslappandi – Nokkur svæði sem hægt er að velja úr.

 

Hótelið hentar vel fyrir:

  • Fjölskyldum sem vilja hótel þar sem börnin hafa nóg að gera og foreldrarnir geta slakað á – án þess að hafa áhyggjur af öryggi.
  • Pörum sem vilja rómantík en líka möguleika á upplifun – t.d. sameina spa, strandgöngu og kvöldshow.
  • Vinahópum sem vilja allt á einum stað: sól, strönd, sport, skemmtun og kokteila.
  • Gestum sem kunna að meta þægilegt, fjölbreytt „resort líf“ með góðu andrúmslofti þar sem alltaf er eitthvað nýtt að uppgötva.

 

Skoðaðu heimasíðu hótelsins: SMELLTU HÉR

Myndir

Helstu atriði

➤ Fimm stjörnu resort hótel

➤ Frábært fyrir alla fjölskylduna

➤ Allt innifalið

➤ Morgun, hádegis- og kvöldmatur

➤ 4 a la carte  veitingastaðir

➤ Allir drykkir

➤ 9 barir á hótelinu

➤ Kvöldskemmtanir

➤  Áramótapartý 31.des

➤  Jólaskemmtun 24.des

➤ 3 sundlaugar, 1 upphituð

➤ Líkamsrækt

➤ Heilsulind

➤ Vatnsrennibrautagarður

➤ Barnasundlaug

➤ Einkaströnd

➤ Tennis

➤ Strandaryoga

➤ Bogfimi

➤ Booking: 8,9 í einkunn

➤ 15 mínútúr frá flugvelli

 

Verð frá: 354.497kr.- á mann
M.v. 1 fullorðinn & 2 börn

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 13 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)