Pickalbatros Dana Beach Resort
Afslöppun og þægindi í fyrirrúmi
Pickalbatros Dana Beach Resort er aðlaðandi hótel með öllu inniföldu og staðsett beint á ströndinni, umvafið bláum sjó og grænum pálmatrjám. Hér er frábært sundlaugarsvæði með barnalaug og litríkum vatnsrennibrautum. Í krakkaklúbbnum er boðið uppá barnagæslu ef þú vilt dekra aðeins við þig í nudd og sauna í heilsulindinni.
Á hótelinu er að finna alls konar afþreyingu eins og tennis, minigolf eða strandblak. Sælkerarnir fá líka fyrir sinn snúð, en á hótelinu eru margir veitingarstaðir sem bjóða uppá matargerð úr öllum heimshornum, t.d. ítalskan og asískan mat og hlaðborð í stíl þjóðverja.
Herbergin eru öll með svölum, sérbaðherbergi með sturtu og hárþurrku, sjónvarpi og loftkælingu.
Myndir
Verð














