fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Cook’s Club El Gouna

Stílhreint og líflegt hótel í hjarta El Gouna

Cooks Club er staðsett í hjarta El Guona aðeins í örstuttri göngufjarlægð frá smábátahöfninni og vinsælum ströndum, nútímalegt og lifandi hótel þar sem hönnun, tónlist, matarmenning og félagsleg upplifun fléttast saman í eina heild.

 

Hótelið er hluti af Cooks Club-keðjunni, sem hefur skapað sér orðspor fyrir að sameina stílhreina hönnun og frjálslegt andrúmsloft þar sem gestir geta bæði slakað á og notið líflegs félagslífs. Við sundlaugina spilar tónlist yfir daginn og þegar kvöldið nálgast tekur DJ við og kveikir stemninguna. Þetta er ekki hefðbundið fjölskylduhótel heldur adults friendly gististaður sem höfðar helst til ungs og miðaldra fólks sem vill blanda saman afslöppun og skemmtun.

 

Herbergin og svíturnar eru rúmgóðar, vel útbúnar og smekklega innréttaðar, með útsýni annaðhvort yfir borgina, sundlaugina eða hafið. Í miðju hótelsins er stórt sundlaugarsvæði með sólbekkjum og afslöppuðu andrúmslofti sem breytist í líflega kvöldstemningu þegar sólin sest. Veitingastaðurinn býður upp á ferska og oft heilsusamlega rétti með alþjóðlegum áhrifum, og barirnir sérhæfa sig í listfenglega blönduðum kokteilum, svalandi smoothies og gæðakaffi.

 

Gestir hafa einnig aðgang að líkamsrækt, spa-meðferðum og fjölbreyttri afþreyingu í nágrenni, þar á meðal kitesurf, snorkli, köfun og siglingum. Strendur, verslanir, kaffihús og næturlíf El Gouna eru í göngufæri, þannig að upplifunin heldur áfram langt utan hótelsins.

 

Það sem gerir þetta hótel sérstakt:

  • Hótelið er sérsniðið fyrir ungt fólk sem vill stílhreint og líflegt umhverfi.
  • Fremur lítið og notalegt hótel þar sem stemningin er ávallt í fyrirrúmi.
  • Staðsett í El Gouna – glæsilegum „lúxus“ strandbæ sem hannaður er með Feneyjar og miðjarðarhafsbæi að fyrirmynd.

  • Boðið er upp á útivist og hreyfingu: flott útigym, jóga, strandblak og fleira.
  • Tónlist og góð stemning allan daginn og fram á kvöld.

 

Cook´s Club höfðar sérstaklega til:

  • Ungra og miðaldra gesta (20–40 ára) sem vilja stílhreinan, afslappaðan og félagslega virkan gististað.
  • Ferðalanga sem meta hönnun, tónlist og mat jafnt sem sól og sjó.

  • Vina- og parahópa, sem og einstaklinga sem vilja kynnast nýju fólki.
  • Gesta sem kjósa sveigjanlega upplifun með góðri stemningu fremur en hefðbundna fjölskyldudvöl.
  • Þá sem sækjast eftir „lifestyle resort“ upplifun þar sem skemmtun, tónlist og strandlíf fléttast saman.

 

Hlekkur á heimasíðu hótelsins: SMELLTU HÉR

Myndir

Helstu atriði

Fjögurra stjörnu

➤ Aðeins fyrir fullorðna (18+)

Morgunmatur innifalinn

➤ Veitingastaður

➤ Morgun, hádegis- og kvöldmatur 

➤ Allir drykkir innifaldir

6 veitingastaðir  

6 barir

➤ Jólaskemmtun

➤ Áramótapartý 31.des

➤ DJ / Klúbbur / Lifandi tónlist

7 sundlaugar

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Góð sundlaugaraðstaða

Booking: 9,3 í einkunn 

➤ TripAdvisor: 4,8

➤ # 1 af Resorts í El Gouna

35 mínútur frá flugvelli 

Herbergisþjónusta  

24/7 þjónusta  

 

Verð frá: 360.502kr.- á mann

M.v. 2 fullorðna

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Akureyri
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 10 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)