fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Pickalbatros Blu Spa Resort

Afslöppun og þægindi í fyrirrúmi

Hótelið er nýjasta viðbót Pickalbatros keðjunnar og er einungis fyrir fullorðna gesti yfir 16 ára aldri í leit að afslöppun í óskertum frið, ró og næði. Herbergin eru rúmgóð og stílhrein og innihalda öll loftkælingu, flatskjá og einkabaðherbergi.

Griðarstaður við ströndina þar sem þægindi gesta er í fyrirrúmi. Þeir geta haldið sér virkum með strandíþróttum, líkamsræktartímum og vel búninni líkamsræktarstöð. Hér geta gestir líka endurhlaðið batteríin með dekurmeðferðum í heilsulindinni, notið ljúffengrar matargerðar og kokteila á fjölbreyttum veitingastöðum með töfrandi útsýni.

Á svæðinu eru upphitaðar inni- útisundlaugar, heilsulind, einkaströnd auk líkamsræktarstöðvar. Á kvöldin eru skipulagðar ýmsar sýningar, skemmtanir og þemapartý. Hið líflega næturlíf fullkomnar góðan dag á ströndinni.

Myndir

Helstu atriði

Fimm stjörnu resort hótel

➤ Aðeins fyrir fullorðna 16+

Allt innifalið

➤ Morgun, hádegis- og kvöldmatur 

4 à la carte  veitingastaðir  

Allir drykkir innifaldir 

Barir og skemmtistaður

➤ Jólaskemmtun

➤ Áramótapartý 31.des

4 sundlaugar

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Einkaströnd 

Booking:  9,5 í einkunn 

Hurghada miðsvæðis 

Herbergisþjónusta  

24/7 þjónusta  

 

Verð frá: 499.899kr.- á mann
M.v. 2 fullorðna

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 10 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)