Beach Resort Albatros
Einkaströnd og stórbrotið útsýni - Allt innifalið
Beach Albatros Resort er frábært „allt innifalið“ hótel beint við eigin einkaströnd í Hurghada, með geggjað útsýni yfir Rauðahafið. Hér færðu allt í einu – sól, afslöppun, lúxus og fullt af afþreyingu fyrir alla aldurshópa.
Hótelið er með stóran vatnagarð með ellefu sundlaugum, þar af sex sem eru upphitaðar yfir veturinn, og fullt af skemmtilegum rennibrautum fyrir bæði krakka og fullorðna. Á svæðinu eru líka níu barir og flott veitingahús sem bjóða bæði upp á klassískan alþjóðlegan mat og sérhæfða staði eins og asískan, ítalskan, þýskan og miðjarðarhafsrétti – meira að segja með mexíkósku horni.
Herbergin eru björt og rúmgóð, öll með svölum eða verönd og útsýni yfir garð eða sundlaug. Þau eru með minibar, öryggishólf og ókeypis Wi-Fi, auk flatskjás og loftkælingar sem gerir dvölina þægilega allan sólarhringinn.
Afþreyingin er endalaus – þú getur farið í snorkl eða köfun við kóralrifin, leigt kajak, prófað strandblak, tennis eða minigolf. Inni er billjard, pílukast og leikherbergi, en á kvöldin tekur við skemmtidagskrá með sýningum, næturklúbbi og karókí. Fyrir þá sem vilja slaka á er tilvalið að heimsækja spa-ið, með tyrknesku baði, saunu, meðferðum og vel búinni líkamsrækt.
Það sem gerir hótelið sérstakt:
- Vatnsrennibrautagarður með 11 útisundlaugum – þar af 6 upphituðum á veturna.
- Rennibrautir fyrir bæði börn og fullorðna.
- Flott úrval veitingastaða og bara.
Fyrir hvern?
Fullkominn staður fyrir fjölskyldur, pör og alla sem vilja blanda saman sól, afslöppun og líflegri afþreyingu í lúxusumhverfi.
Skoða heimasíðuna hjá hótelinu: SMELLA HÉR
































