fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Baron Palace Sahl Hasheesh

Einstakt lúxushótel í Sahl Hasheesh-víkinni

Baron Palace Sahl Hasheesh er eitt glæsilegasta hótelið í Hurghada og meðal eftirsóttustu lúxusgististaða á svæðinu. Hótelið fær afar góða dóma frá gestum sem hrósa því fyrir stórbrotið andrúmsloft, framúrskarandi þjónustu, frábæra veitingaúrvalið og hina glæsilegu einkaströnd.

Í hjarta hinnar rómuðu Sahl Hasheesh-vík stendur þessi sannkallaða höll, hönnuð í hallarstíl með klassískum arabískum áhrifum sem skapa óviðjafnanlega „grand“ stemningu.

Hótelið leggur áherslu á að skapa “palace experience”,  að gestir upplifi sig sem hluta af stórfenglegu umhverfi með persónulegri þjónustu, vönduðum aðbúnaði og framúrskarandi matarmenningu.  Það er hannað fyrir þá sem vilja munaðarfullt frí, fullkomna hvíld og allt til alls innan hótelsins.

Herbergin og svíturnar eru rúmgóðar, vandaðar og smekklega innréttaðar, með útsýni annaðhvort yfir bláan sjóinn eða gróskumikla garða.

Á hótelinu má finna sjö ólíka veitingastaði sem bjóða upp á matreiðslu í hæsta gæðaflokki. Mediterra, aðalhlaðborðsstaðurinn, býður upp á alþjóðlega rétti með áherslu á fersk hráefni. Bella Vista færir gestum rómantíska sneið af Ítalíu með handgerðu pasta og steinbökuðum pizzum. Í egypska veitingastaðnum má njóta hefðbundinna egypskra og arabískra rétta, en í asísku veitingahúsinu má ferðast um bragðheim Kína, Japan og Tælands. Við ströndina bíður sjávarréttar- og grillstaður upp á nýfenginn fisk og safaríkt grillað kjöt, og fyrir þá sem vilja hátíðlega stemningu er franski veitingastaðurinn fullkominn kostur með klassískum frönskum fínmetisréttum í glæsilegu umhverfi.

 

Það sem gerir þetta hótel sérstakt:

  • Þetta er eitt það stærsta sinnar tegundar – mun stærra en Le Rêve – sannkölluð höll þar sem ró og lúxus fara hönd í hönd.
  • Hótelið er í arabísku þema sem endurspeglast í byggingarlistinni, innréttingunum, heilsulindinni og jafnvel í klæðnaði og framkomu starfsmanna.
  • Spa-svæðið er 2.300 m² og býður upp á ótrúlega fjölbreytt úrval meðferða og upplifana – of margt til að telja upp.
  • Ólíkt mörgum öðrum lúxushótelum er þetta hótel einnig opið fyrir börn, þó án vatnsrennibrautagarðs, sem getur reynst kostur fyrir þá sem sækjast eftir meiri kyrrð.

Hótelið hentar sérstaklega vel fyrir:

  • Pör sem vilja njóta rómantískrar lúxusdvalar.
  • Fjölskyldur sem sækjast eftir öruggri og þægilegri dvöl með fjölbreyttri afþreyingu fyrir alla.
  • Gestina sem kunna að meta 5★ þjónustu, stórar sundlaugar, einkaströnd og framúrskarandi mat.
  • Þá sem kjósa ró og munað fremur en hávaða og læti.
  • Ferðalanga á miðjum aldri og eldri sem vilja slaka á og láta dekra við sig.

 

Hlekkur inn á heimasíðu hótelsins: SMELLTU HÉR

Myndir

Helstu atriði

Fimm stjörnu resort hótel

➤ Fyrir fullorðna og börn

Allt innifalið

➤ Morgun, hádegis- og kvöldmatur 

➤ Allir drykkir innifaldir

7 à la carte  veitingastaðir  

6 barir

➤ Jólaskemmtun

➤ Áramótapartý 31.des

7 sundlaugar

Líkamsrækt 

Vegleg heilsulind 

Einkaströnd 

Booking: 9 í einkunn

➤ TripAdvisor: 4,8 í einkunn 

30 mínútur frá flugvelli 

Herbergisþjónusta  

24/7 þjónusta  

 

Verð: 552.499kr.- á mann

M.v. 2 fullorðna

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Akureyri
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 9 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)