fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Strandbærinn Sitges á Spáni er fullkomin fyrir árshátíðina

Sitges

Yndislegur strandbær...

Sitges er lítill strandbær um 40 mín akstri frá Barcelona flugvelli á Spáni. Er hann einn af okkar uppáhalds áfangastöðum og tilvalinn til að ná sér í smá sól og halda frábæra árshátíð.

Bærinn liggur meðfram fallegri strandlengju með göngugötu og rúmlega 10 baðströndum og einni brimbrettaströnd. Miðbærinn einkennist af litlum þröngum götum sem iða af lífi og má þar finna bari og veitingastaði á hverju horni. Því þarftu ekki að leita langt ef  þú vilt smakka alvöru katalónska matargerð eða hið víðfræga tapas. Heldur bærinn vel utan um hópa, þar sem hann er lítill og allt í göngufæri.

Í næsta bæ, Vilanova i la Geltrú er frábær verslunargata sem heitir La Rambla, eftir systurgötunni í Barcelona. Þar er að finna allar helstu verslunarkeðjur svo sem Zara, Zara Home, HM, Benetton, Bershka, Stradivarius, Mango, Oysho og miklu fleiri. Einungis tekur um 5 mín að koma sér til Vilona í lest, þar sem það er næsta stopp við Sitges. Eins er auðvelt að koma sér með lestinni í verslunarmiðstöðina Anec Blau, sem er staðsett í Castelldefels eða inn til Barcelona.

Fjöllin umhverfis bæinn eru þakin vínekrum sem frábært er að heimsækja og fræðast um spænska víngerð. Hægt er að skipuleggja heils- eða hálfsdags ferðir á vínekrur og í vínsmakk. Vínbúgarðar eru einnig frábærir staðir til að halda upp á óhefðbundna og ógleymanlega árshátíð. Í fjöllunum leynist einnig Montserrat klaustrið, sem gaman er að upplifa og njóta fjallaútsýnisins.

FLUGTÍMI

Flugið milli Keflavíkur og Barcelona er um 5 klukkustundir

VERÐLAG

Matur, drykkir og almennt uppihald er frekar hagstætt

VEÐUR

Veðrið er milt & gott, milli 18-28 stig á vorin og á haustin

RÚTUR

40 mínútur tekur að fara frá flugvellinum og inní Sitges

AFÞREYING Í SITGES

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Sitges á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í hjólaferðir í Barcelona og bjórsmakk svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið á Kabarett dragsýningu og frábæran kvöldmat á Queenz, Bacardí safnið, bjórsmakk og eins eru frábærir veitingastaðir sem bjóða upp á sameiginlega kvöldverði á staðnum.

Þessi listi er ekki tæmandi og það er margt fleira í boði. Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig og hans áhuga svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
Spánn
Tungumál
Spænska, en flestir ágætir í ensku
Gjaldmiðill
Evra
„Árshátíðarkvöldið var til fyrirmyndar og voru allir rosalega ánægðir með staðinn, matinn og þjónustuna. Viljum einnig þakka ykkur kærlega fyrir frábæra þjónustu og einnig Þorgils sem stóð sig mjög vel að sinna fyrirspurnum, aðstoða við allt sem fólk spurði um og allir mjög ánægðir!“

VSB,

Í SITGES
Sitges umsögn 3