fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Ferð til Riga í Lettlandi

Riga

Riga er falleg og skemmtileg...

Höfuðborg Lettlands er einstaklega falleg, þar er margt hægt að gera sér til gamans. Gamli miðbærinn er fallegur og skartar mörgum glæsilegum aldagömlum byggingum og er suðupottur alls kyns arkítektúrs.

Í Riga er mikið af flottum veitingastöðum á viðráðanlegu verði og því um að gera að njóta alls þess sem Latnesk matarmenning hefur uppá að bjóða. Flest þau hótel sem við nýtum okkur í Riga eru í eða nálægt gamla miðbænum sem er afar þægilegt fyrir fyrirtækjahópa. Sérstaklega vinsælt er að gista á hótelum með Spa þar sem er að finna gufuböð, sundlaug og heita potta.

Gamli bærinn er lítill og því allt í göngufæri. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum, pöbbum og kaffihúsum. Þar er að finna Ríga kastalann þar sem aðsetur forseta Lettlands er ásamt tveimur söfnu; Þjóminjasafninu og safni erlendra listmuna.

Það skemmtilega við þessar fallegu litlu borg er að hópurinn helst vel saman og gestir alltaf að rekast hvorn annan!

FLUGTÍMI

Flugið milli Keflavíkur og Riga er um 4 klukkustundir.

VERÐLAG

Matur og drykkir eru á mjög hagstæðu verði.

VEÐUR

Um 5-18 gráður eru á vorin og haustin í Lettlandi.

RÚTUR

15-20 mínútur tekur að keyra frá flugvellinum inn til Riga.

AFÞREYING Í RIGA

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Riga á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í gönguferð um gamla bæinn ásamt leiðsögumanni, bátsferð, matarsmakk og ratleik.

Það er margt fleira í boði í Riga og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
Lettland
Tungumál
Lattneska, Rússneska og lang flestir tala ágæta ensku
Gjaldmiðill
Evra
„Árshátíðarkvöldið var til fyrirmyndar og voru allir rosalega ánægðir með staðinn, matinn og þjónustuna. Viljum einnig þakka ykkur kærlega fyrir frábæra þjónustu og einnig Þorgils sem stóð sig mjög vel að sinna fyrirspurnum, aðstoða við allt sem fólk spurði um og allir mjög ánægðir!“

VSB,

Í SITGES
Sitges umsögn 3