Höfuðborg Lettlands er einstaklega falleg, þar er margt hægt að gera sér til gamans. Gamli miðbærinn er fallegur og skartar mörgum glæsilegum aldagömlum byggingum og er suðupottur alls kyns arkítektúrs.
Í Riga er mikið af flottum veitingastöðum á viðráðanlegu verði og því um að gera að njóta alls þess sem Latnesk matarmenning hefur uppá að bjóða. Flest þau hótel sem við nýtum okkur í Riga eru í eða nálægt gamla miðbænum sem er afar þægilegt fyrir fyrirtækjahópa. Sérstaklega vinsælt er að gista á hótelum með Spa þar sem er að finna gufuböð, sundlaug og heita potta.
Gamli bærinn er lítill og því allt í göngufæri. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum, pöbbum og kaffihúsum. Þar er að finna Ríga kastalann þar sem aðsetur forseta Lettlands er ásamt tveimur söfnu; Þjóminjasafninu og safni erlendra listmuna.
Það skemmtilega við þessar fallegu litlu borg er að hópurinn helst vel saman og gestir alltaf að rekast hvorn annan!



AFÞREYING Í RIGA
Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.
Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Riga á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í gönguferð um gamla bæinn ásamt leiðsögumanni, bátsferð, matarsmakk og ratleik.
Það er margt fleira í boði í Riga og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.