fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
London er frábær borg með ótal mörgu að skoða og upplifa.

London

Alltaf eitthvað nýtt að upplifa...

Höfuðborg Englands þarf vart að kynna en þessi frábæra stórborg býður upp á endalausa möguleika og það er hægt að upplifa borgina á ótal mismunandi vegu. Kemur það ekki að sök þó margir hafi áður ferðast til London því það er alltaf eitthvað nýtt að sjá.

Flugtíminn er stuttur og borgin hefur allt uppá að bjóða til þess að gera árshátíðarferðina ógleymanlega. London er frábær borg fyrir ferðamenn, það er mikið af skemmtilegum hótelum í boði ásamt allskyns veitingastöðum og fjölbreyttri og einstakri afþreyingu.

Í London mætast saga, menning og listir og er mikið um stór og merkileg kennileiti ásamt sögufrægum stöðum sem vert er að skoða. Til að mynda Big Ben, London Eye og Tower Bridge en svona mætti lengi telja. Skemmtileg leið til að upplifa borgina og kennileiti hennar er með bátsferð á Thames. Margar skoðunarferðir er í boði daglega og ganga sumar á milli áfangastaða eftir áætlun líkt og strætó.
Þegar kemur að listum er fjöldinn allur af frábærum söngleikjum allan ársins hring. Hægt að heimsækja The Shakespear’s Globe Theatre hvort sem er til að fara á sýningu eða einfaldlega til að skoða þetta sögulega leikhús.

London er þekkt fyrir mikið og fjölbreytt úrval af verslunum. Hátískuverslanir og helstu tískuhús heims má öll finna í borginn sem og vinsælar verslunarkeðjur. Aðalverslunargatan Oxford Street iðar af lífi, en einnig má finna flottar verslunarmiðstöðvar í öllum hverfum borgarinnar.
Ekki má gleyma að fótbolti er mjög stór í Englandi og í og um London má finna lið eins og Tottenham, Chelsea, Arsenal og West Ham. Margir eru eflaust spenntir að komast á fótboltaleik eða heimsækja hin víðfræga Wembley Stadium.

Það sem gerir London að enn betri áfangastað er frábæra lestarkerfið í borginni sem kemur manni á milli staða á örskömmum tíma. Því er auðvelt að komast hratt á milli staða og ná að njóta sem mest.

FLUGTÍMI

Flugið milli Keflavíkur og London er um 3 klukkustundir.

VERÐLAG

Verslanir eru ódýrari en matur og drykkir á pari við Ísland.

VEÐUR

Milt og gott veður á vorin og haustin, eða um 15-20 gráður.

RÚTUR

Um klukkustund tekur að keyra frá flugvöllunum næst London

AFÞREYING Í LONDON

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa London á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í bjórsmakk, hjólaferðir og á söngleiki svo eitthvað sé nefnt.

Það er margt fleira í boði í London og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
England
Tungumál
Enska
Gjaldmiðill
Bresk pund
„Árshátíðarkvöldið var til fyrirmyndar og voru allir rosalega ánægðir með staðinn, matinn og þjónustuna. Viljum einnig þakka ykkur kærlega fyrir frábæra þjónustu og einnig Þorgils sem stóð sig mjög vel að sinna fyrirspurnum, aðstoða við allt sem fólk spurði um og allir mjög ánægðir!“

VSB,

Í SITGES
Sitges umsögn 3