fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Image Alt

Berlín

Suðupunktur evrópskrar menningar...

Það er ekki að ástæðulausu að Berlín hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir árshátíðarferðir síðustu misseri. Berlín er ein mest lifandi borg í Evrópu, stútfull af mannlífi, fjölbreyttri matar- og drykkjarmenningu og lifandi tónlist.

Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari stórskemmtilegu borg. Hvort sem hópurinn vill rólega helgi með góðum mat og verslunarferðum eða fara á stóra skemmtistaði og skemmta sér langt fram á nótt.

Það er mikil menning í borginni og ótal leiðir til að upplifa hana. Það er til að mynda fjöldinn allur af söfnum og kennileitum tengdum seinni heimstyrjöldinni sem vert er að skoða. Þar er hægt að nefna leifar af Berlínarmúrnum sem lág á sínum tíma þvert í gegnum borgina og minnisvarði um helförina og svona mætti lengi telja og hvert öðru áhugaverðara að kynna sér. Mikið er af mikilfenglegum byggingum sem hægt er að skoða fótgangandi en við mælum sérstaklega með því að hoppa um borð í báta sem bjóða upp á skoðunarferðir um borgina og upplifa þannig menninguna og söguna. Bjór er einnig mjög stór partur af þýskri menningu og í Berlín er að finna mikið af börum og skemmtilegum krám. En þar að auki er fjöldinn allur af brugghúsum sem gaman er að heimsækja ásamt bjórgörðum eins og t.d. Cafe am Neuen See og Hofbräu Berlin.

Annar áhugaverður staður þegar kemur að menningu er Kulturbrauerei en það var áður risastór bruggverskmiðja sem breytt hefur verið í menningarmiðstöð sem hefur bíósali, skemmtistaði, söfn og veitingastaði. Þar er tilvalið að eyða deginum og enda hann svo á því að kíkja út á lífið.

Það sem gerir Berlín svo enn meira spennandi áfangastað fyrir fyrirtæki er fjölbreytt úrval af óhefðbundnum möguleikum fyrir árshátíðina.

FLUGTÍMI

Flugið milli Keflavíkur og Berlínar er um 3 1/2 klukkustund

VERÐLAG

Matur, drykkir og almennt uppihald er hagstætt

VEÐUR

Þægilegt hitastig, milli 10-20 gráður á vorin og haustin

RÚTUR

30 mínútur tekur að keyra frá flugvellinum í miðbæ Berlínar

AFÞREYING Í BERLÍN

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Berlín á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í hjólaferðir, bjórsmakk og bátsferðir. Hóparnir okkar hafa einnig farið í skoðunarferðir um borgina og skoðað til að mynda sjónvarpsturninn, Reichstag og Sachsenhausen Memorial svo eitthvað sé nefnt. En það verður ekki tekið nógu oft fram hvað það er frábær matar- og drykkjarmenning á staðnum og við mælum mikið með að upplifa borgina á þann hátt.

Það er margt fleira í boði í Berlín og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
Þýskaland
Tungumál
Þýska, en flestir eru ágætir í ensku
Gjaldmiðill
Evra
„Árshátíðarkvöldið var til fyrirmyndar og voru allir rosalega ánægðir með staðinn, matinn og þjónustuna. Viljum einnig þakka ykkur kærlega fyrir frábæra þjónustu og einnig Þorgils sem stóð sig mjög vel að sinna fyrirspurnum, aðstoða við allt sem fólk spurði um og allir mjög ánægðir!“

VSB,

Í SITGES
Sitges umsögn 3