fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Krakow eða Kraká er falleg borg í póllandi. Einstaklega skemmtileg fyrir hópaferðir

Kraká

Kraká kemur skemmtilega á óvart...

Kraká er tilvalin áfangastaður fyrir árshátíðarferðir. Borgin er ein sú elsta í Evrópu, gríðarlega falleg og státar af glæsilegum miðaldabyggingum. Borgin slapp nokkuð vel frá eyðileggingu seinni heimstyrjaldarinnar og mikil uppbygging hefur átt sér stað frá falli Berlínarmúrsins.

Í henni er fjölbreytt úrval af veitingastöðum og iðandi næturlíf. Verðlagið er einstakleg gott svo við mælum með að gera vel við sig í mat og drykk og fara fínt út að borða. Einnig er góð verslunarmiðstöð miðsvæðis fyrir þá sem vilja versla. Á svæðinu er mikið úrval af vönduðum hótelum og veitingastöðum sem hentar árshátíðarferðum vel.

Í Kraká er mikið að gera og sjá enda hefur borgin mikla sögu. Flestir sem fara til Kraká fara einungis í gamla bæinn en hann er einstaklega skemmtilegur. Þar er hægt að skoða bæði kennileiti og byggingar en miðpunktur hans en er markaðstorgið Rynek Główny sem iðar af mannlífi. mikið er af söfnum, mikilfenglegum byggingum og kirkjum um borgina alla sem vert er að heimsækja og lítíð mál er að hoppa um borð í einn af City Tour bílunum sem keyra um borgina og þannig hægt að sjá stóran hluta hennar á frekar stuttum tíma. . Áhugavert er að fara og skoða Gyðingarhverfið en þar eru enn rústir víða og er uppbyggingin á því svæði ekki komin eins langt á veg eftir seinni heimstyrjöldina.

FLUGTÍMI

Flugið milli Keflavíkur og Kraká er um 4 klukkustundir

VERÐLAG

Matur, drykkir og almennt uppihald er frekar hagstætt

VEÐUR

Það er á milli 12 og 20 gráður á vorin og haustin í Kraká

RÚTUR

40 mínútur frá flugvellinum inn til Kraká

AFÞREYING Í KRAKÁ

Okkar metnaður liggur í því að gera upplifunina sem besta fyrir hópana okkar og bjóðum við uppá mun meira en bara flug og hótel. Við sérhæfum okkur í að skipuleggja afþreyingu fyrir hópinn á hverjum áfangastað fyrir sig. Við setjum upp dagskrá þar sem hver og einn einstaklingur í hópnum getur skráð sig og greitt fyrir sína ferð.

Það er fjöldinn allur af afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa Kraká á einstakan hátt. Það hefur verið einna vinsælast að fara í Saltnámurnar, matarsmakk og hjólaferðir svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir okkar hafa einnig farið í Auschwitz – Birkenau, Vodkasmakk, bjórrölt og eins eru frábær söfn í borginni.

Það er margt fleira í boði í Kraká og þessi listi alls ekki tæmandi Við finnum afþreyingu sem hentar hverjum hóp fyrir sig svo að allir fá eitthvað við sitt hæfi.

HUGMYNDIR

GOTT AÐ VITA

Land
Pólland
Tungumál
Pólska, en lang flestir tala ágæta ensku
Gjaldmiðill
Sloty
„Við erum í skýjunum með ferðina! Gekk allt svo vel og allir vel stemmdir. Sigga Daney er frábær fararstjóri, bestu þakkir til hennar!“

Armar,

Í HAAG 2019
Umsögn frá Armar