Pickalbatros Aqua Vista Resort
Rennibrautir og fjölskyldufjör!
Þetta nútímalega 4-stjörnu hótel í Hurghada er staðsett aðeins 700 metra frá ströndinni. Gestir fá einnig frían aðgang að Albatros Aqua Park og barnavatnagarðinum í Aqua Blu Resort, auk þess sem þráðlaust net er aðgengilegt á öllu hótelsvæðinu.
Pickalbatros Aqua Vista Resort er með fjórar sundlaugar, þar af sér laugarsvæði fyrir börn og fullorðna. Sólarbekkir við sundlaugina og ströndina eru í boði fyrir gesti án aukakostnaðar. Heilsulindin býður upp á gufubað, marokkóska hammam-baðstofu, snyrtistofu og nuddmeðferðir.
Öll herbergi á Pickalbatros Aqua Vista eru loftkæld og búin gervihnattasjónvarpi. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn gegn gjaldi. Herbergin eru búin öryggishólfi og minibar, auk þess sem öll herbergi hafa svalir eða verönd. Hótelið er einnig með nútímalegt líkamsræktarsvæði með góðum tækjabúnaði.
Hótelið býður upp á þrjá hlaðborðsveitingastaði með fjölbreyttri alþjóðlegri matargerð, þar á meðal austurlenska, ítalska og asíska rétti. A la carte veitingastaðurinn býður upp á sjávarrétti gegn aukagjaldi. Gestir hafa úr fimm börum að velja, þar á meðal sundlaugarbar.
Skoða heimasíðu hótels: SMELLTU HÉR
Myndir
Helstu atriði
➤ Fjögurra stjörnu resort hótel
➤ Frábært fyrir alla fjölskylduna
➤ Allt innifalið, morgun, hádegi og kvöldmatur
➤ A la carte veitingastaðir
➤ Allir drykkir innifaldir
➤ Barir á hótelinu
➤ Kvöldskemmtanir
➤ 4 sundlaugar
➤ Internet – Wifi
➤ Líkamsrækt
➤ Heilsulind
➤ Aðgangur að vatnsrennibrautagarði
➤ Barnasundlaug
➤ Barnaklúbbur
➤ Einkaströnd
➤ Booking: 9,1 í einkunn
➤ 10 mínútur frá flugvelli
➤ 24/7 þjónusta
Verð frá: 380.737kr.- á mann
M.v. 2 fullorðna og 2 börn
Innifalið
- – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
- – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
- – Gisting á hóteli í 10 nætur
- Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
- – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
- – Íslensk fararstjórn á staðnum
- – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld
Greiðsludreifing
Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.
Börn og ungabörn
12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)

















