fbpx

m

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Steigenberger Aqua Magic

Líflegur og fjölskylduvænn kostur með öllu inniföldu

Steigenberger Aqua Magic er einn líflegasti og fjölskylduvænasti áfangastaðurinn við Rauðahafið. Hótelið er talið meðal bestu vatnagarðshótela Hurghada og býður upp á stórkostleg vatna- og strandafþreyingu fyrir gesti á öllum aldri.

 

Þótt Aqua Magic sé ekki jafn stórt og Jungle Park, þá er hér að finna einstakan gististað sem státar af fjölbreyttum sundlaugum, einkaströnd og skemmtilegum vatnsrennibrautum fyrir bæði börn og fullorðna – sérstaklega hentugt fyrir fjölskyldur með yngri börn.

Gestir geta valið úr fjölbreyttum vatnaleikjum – allt frá rólegum sundlaugum og barnalaugum til stórra rennibrauta. Á svæðinu eru einnig veitingastaðir og snarlbarir þar sem hægt er að slaka á, njóta svalandi drykks eða grípa sér bita áður en næsta ævintýri hefst.

Hér er úrval herbergja sem henta fjölskyldum, pörum og einstaklingum. Standard- og fjölskylduherbergin henta öllum, Superior-herbergin bjóða upp á betra útsýni og rúmgóðar svalir, en svíturnar eru íburðarmeiri fyrir þá sem vilja meira rými og þægindi.

Á hótelinu má njóta alþjóðlegra rétta á hlaðborðsveitingastöðum eða setjast niður á sérhæfðum à la carte stöðum sem bjóða meðal annars þýskan, ítalskan, sjávarrétti og egyptsk-miðausturlenskan mat. Snarlbarir, kaffihús og svalandi drykkir við sundlaugarnar sjá til þess að orkan haldist uppi allan daginn.

 

Það sem gerir þetta hótel sérstakt:

  • Einstaklega vel hannað hótel – allt frá Aqua-garðinum og sundlaugunum til herbergja og veitingastaða.

  • Á svæðinu eru þrjú Steigenberger-hótel sem mynda eina heild, með sameiginlega strönd og vandað umhverfi.
  • Veitingastaðirnir eru sérstaklega fjölbreyttir og gæðamiklir.

  • Kvöldskemmtanirnar eru lifandi og vel útfærðar.

 

Aqua Magic höfðar sérstaklega til:

  • Fjölskyldum með börn á öllum aldri.
  • Pörum sem vilja góða blöndu af ró og afþreyingu.
  • Þeim sem leita að öruggu og þægilegu umhverfi fyrir alla fjölskylduna.

 

Hlekkur á heimasíðu hótelsins: SMELLTU HÉR

Myndir

Helstu atriði

Fjögurra stjörnu hótel

➤ Fjölskylduhótel

Allt innifalið

➤ Morgun, hádegis- og kvöldmatur 

➤ Allir drykkir innifaldir

4 veitingastaðir  

6 barir

➤ Jólaskemmtun

➤ Áramótapartý 31.des

➤ Lifandi tónlist

7 sundlaugar

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Góð sundlaugaraðstaða

Booking: 8,8 í einkunn 

➤ TripAdvisor: 4,6

10 mínútur frá flugvelli 

24/7 þjónusta  

 

Verð: 321.250kr.- á mann

M.v. 2 fullorðna og 2 börn

Innifalið

  • – Beint flug til Hurghada frá Akureyri
  • – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
  • – Gisting á hóteli í 9 nætur
    • Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
  • – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
  • – Íslensk fararstjórn á staðnum
  • – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld

Greiðsludreifing

Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.

Börn og ungabörn

12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)