Pickalbatros Aqua Blu Resort
Rennibrautir og fjölskyldufjör!
Pickalbatros Aqua Blu Resort er vinsælt val fyrir þá sem vilja sundlaugar og rennibrautir! Hótelið er með fjórar sundlaugar, vatnagarð og öldulaug auk þess að vera stutt frá ströndinni. Þetta hótel hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldur. Það er með líkamsræktarstöð, sem og nuddpott, utanhúss tennisvelli, minigolf og alls konar afþreyingu.
Herbergin eru þæginleg með sjónvarpi og minibar, sérbaðherbergi og loftkælingu. Einnig eru svalir á herbergjunum sem eru með útsýni yfir annað hvort garðinn eða sundlaugarbakkann.
Gestir geta valið á milli þriggja veitingastaða sem framreiða meðal annars ítalska, asíska og alþjóðlega rétti. Einnig er mathöll á staðnum með snarli yfir daginn.
Myndir
Verð




















