Pickalbatros Aqua Blu Resort
Rennibrautir og fjölskyldufjör!
Pickalbatros Aqua Blu Resort er vinsælt val fyrir þá sem vilja sundlaugar og rennibrautir! Hótelið er með fjórar sundlaugar, vatnagarð og öldulaug auk þess að vera stutt frá ströndinni. Þetta hótel hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldur. Það er með líkamsræktarstöð, sem og nuddpott, utanhúss tennisvelli, minigolf og alls konar afþreyingu.
Herbergin eru þæginleg með sjónvarpi og minibar, sérbaðherbergi og loftkælingu. Einnig eru svalir á herbergjunum sem eru með útsýni yfir annað hvort garðinn eða sundlaugarbakkann.
Gestir geta valið á milli þriggja veitingastaða sem framreiða meðal annars ítalska, asíska og alþjóðlega rétti. Einnig er mathöll á staðnum með snarli yfir daginn.
Skoðaðu heimasíðu hótelsins fyrir frekari upplýsingar: SMELLTU HÉR
Myndir
Helstu atriði
➤ Fjögurra stjörnu resort hótel
➤ Frábært fyrir alla fjölskylduna
➤ Allt innifalið
➤ Morgun, hádegi og kvöldmatur
➤ Allir drykkir innifaldir
➤ Veitingastaðir
➤ Barir á hótelinu
➤ Kvöldskemmtanir
➤ 14 sundlaugar
➤ Líkamsrækt
➤ Heilsulind
➤ Aðgangur að vatnsrennibrautagarði
➤ Barnasundlaug
➤ Barnaklúbbur
➤ Einkaströnd
➤ Booking: 9,2 í einkunn
➤ 15 mínútur frá flugvelli
➤ 24/7 þjónusta
Verð frá: 347.232kr.- á mann
m.v. 2 fullorðna & 2 börn
Innifalið
- – Beint flug til Hurghada frá Keflavík
- – 20kg innritaður farangur og 8kg handfarangur
- – Gisting á hóteli í 13 nætur
- Allt innifalið: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og allir drykkir
- – Rútuferðir til og frá flugvelli á gististað
- – Íslensk fararstjórn á staðnum
- – Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld
Greiðsludreifing
Staðfestingargjald er 80.000kr.- á mann
Lokauppgjör á ferðinni er 10 vikum fyrir brottför.
Börn og ungabörn
12 ára eru fullorðin (miðast við afmælisdag við heimferð)
Ungabarn (undir tveggja ára): 20.000kr.- (sitja með foreldrum í flugvél og sofa í sama rúmi eða fá ungbarnarúm)



































